Fara í efni

Citroën afhjúpar stórglæsilegan Citroën C5 X PHEV

Citroën afhjúpar stórglæsilegan Citroën C5 X PHEV
Citroën afhjúpar C5 X
Citroën hefur afhjúpað stórglæsilegan C5 X og mun hann koma í bæði bensín- og tengiltvinn rafbílaútgáfu.

Citroën hefur afhjúpað stórglæsilegan C5 X og mun hann koma í bæði bensín- og tengiltvinn rafbílaútgáfu. Í nýjum Citroën C5 X er hin nýja Citroën Advanced Comfort®  fjöðrunin sem eykur enn á þekkta akstursánægju Citroën. Það er draumur að ferðast í Citroën því Advanced Comfort sætin eru sérlega þægileg bæði fyrir ökumann og farþega.

Citroën C5 X er rúmgóður og nægt pláss fyrir farþega og farangur því farangursrými bílsins er 545 lítrar. Citroën C5 X er sérlega vel búinn og 12“ snertiskjár í mælaborði bílsins tryggir að allar skipanir eru í sjónlínu ökumanns. Citroën C5 X er væntanlegur til Brimborgar í lok árs 2021.

"Með C5 X hefur Citroën búið til metnaðarfullan, ríkulega búinn bíl sem er hannaður fyrir ævintýri á vegum úti. Frumleg og falleg hönnun sem sprottin er upp úr sérþekkingu Citroën á nýsköpun, hönnun og umfram allt vellíðan allra farþega bílsins. “ segir Vincent Cobée, forstjóri Citroën

Nútímaleg og notendavæn hönnun

Nútímaleg hönnun sameinar glæsileika, þægindi og kraft Citroën C5 X. Við hönnun bílsins var áhersla lögð á einstök akstursþægindi fyrir alla farþega bílsins. Citroën C5 X er með ný V-laga LED ljós að framan og aftan, en þau voru fyrst kynnt til sögunnar á nýjum Citroën C4. LED ljósin eru þekkjanleg frá öllum öðrum bílum og strax auðkennanlegt að um glæsilegan Citroën bíl er að ræða. Bæði dag og nótt og undirstrika ljósin einstakan stíl Citroën C5 X.

C5 X

Allur daglegur akstur á 100% rafmagni Citroën C5 X tengiltvinn rafbíll

Tengiltvinnútgáfa C5 X skilar 225 hestöflum án CO2 losunar þegar ekið er á rafmagni. Drægni drifrahlöðunnar er 50 km. í 100% rafmagnsstillingu sem er vel umfram daglegan meðalakstur á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fullhlaða ökutækið eftir þörfum, heima, í vinnunni eða á hleðslustöð. Á sama tíma er mögulegt að ferðast lengra án þess að hafa áhyggjur af hleðslu, þar sem brunahreyfillinn, sem er sparneytinn og skilvirkur, tekur við þegar rafmagnið klárast.

C5 X

C5 X

C5 X

C5 X

C5 X

C5 X


Vefspjall