Fara í efni

Brimborg opnar sérhæfða aðstöðu til úrgangsflokkunar

Brimborg opnar sérhæfða aðstöðu til úrgangsflokkunar
Brimborg opnar sérhæfða aðstöðu til úrgangsflokkunar

Starfsfólk Brimborgar náði frábærum árangri í úrgangsflokkun og endurvinnslu árið 2022 þegar 88,40% af úrgangi var flokkaður og 89,10% fór í endurvinnslu. Við ætlum að gera enn betur!

Á þessu ári innleiddum við sérhæfða aðstöðu til flokkunar úrgangs til að auka skilvirkni flokkunar sem fellur til frá starfsemi Brimborgar og auka þannig endurvinnsluhlutfall. Einnig var á sama tíma innleidd jarðgerðarvél sem umbreytir lífrænum úrgangi frá mötuneytum Brimborgar í jarðvegsbæti sem bætir flokkunarhlutfall enn frekar, dregur úr magni úrgangs sem Brimborg sendir frá sér og hækkar endurvinnsluhlutfall. Brimborg stefnir að enn frekari minnkun úrgangs, bættri flokkun og aukinni endurvinnslu með þessu aðgerðum.

Í Umhverfisstefnu Brimborgar er lögð áhersla á raunhæf skref til mildunar neikvæðra áhrifa og styrkingar jákvæðra áhrifa á umhverfið og eru skilvirkari flokkunarferli og jarðgerðarvélin hluti af þeirri vegferð. Frá því jarðgerðarvélin var tekin í notkun höfum breytt 894 kg af lífrænum úrgangi í um það bil 90 kg af jarðvegsbæti. Jarðvegsbætirinn hefur nú þegar farið í notkun hjá starfsmönnum, vinum og ættingjum í gróðurhús, garða og sumarbústaðalóðir svo dæmi séu tekin.

Nú erum við einnig farin að heyra frá öðrum fyrirtækjum sem hafa fylgt fordæmi Brimborgar og sett upp jarðgerðarvél og við erum að fá heimsóknir frá fyrirtækjum sem eru áhugasöm um að setja upp samskonar jarðgerðarvél hjá sér og vilja læra af okkur.

Smelltu til að kynna þér Umhverfisstefnu Brimborgar



 


Vefspjall