Fara í efni

Brimborg með tvo bíla tilnefnda til Bíls ársins 2024

Brimborg með tvo bíla tilnefnda til Bíls ársins 2024
Brimborg með tvo bíla tilnefnda til Bíls ársins 2024

Peugeot E-3008/3008 og Volvo EX30 komnir í úrslit fyrir Bíl ársins 2024! 

Þær frábæru fréttir voru að berast að tveir bílar af vörumerkjum Brimborgar eru komnir í úrslit fyrir val á Bíl ársins 2024. Það er mikill heiður að fá þessa tilnefningu enda um virt verðlaun að ræða. Bílarnir voru valdir af dómnefnd sem samanstendur af 59 bílablaðamönnum frá 22 mörkuðum. Úrslit verða tilkynnt á bílasýningunni í Genf mánudaginn 26. febrúar 2024.

Bílarnir frá bílamerkjum Brimborgar sem um ræðir eru
Peugeot E-3008/3008 og Volvo EX30!

Peugeot e-3008 100% rafbíll 

Peugeot e-3008 er 100% rafbíll með allt að 525 kílómetra drægni og síðari útgáfur með allt að 700 km drægni. PEUGEOT E-3008 er fyrsta gerðin sem notar glænýjan STLA miðlungsstærðar undirvagn bílaframleiðandans Stellantis, sem færir vörumerkið á næsta stig í þróun rafbíla. Þessi nýstárlegi undirvagn hefur verið hannaður til að bjóða upp á mestu akstursgleðina í sínum flokki í þeim þáttum sem viðskiptavinir meta mest: Drægni (allt að 700 km), hraðhleðsluafköst (allt að 30 mínútur), akstursgleði, afköst, skilvirkni og tengda þjónustu og aðgerðir á borð við ferðaskipuleggjanda, snjallhleðslu, bíls sem hleðslugjafa og uppfærslur yfir netið (OTA). Fyrstu bílarnir eru væntanlegir í maí 2024.

Smelltu og kynntu þér Peugeot E-3008

 

Volvo EX30 100% rafmagnssportjeppi

Volvo EX30 er 100% rafbíll með allt að 480 km drægni og fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og eins drifs. Volvo EX30 er með úrval af snjöllum og fyrirferðarlitlum lausnum svo það það fari sem best um þig. Þú getur einnig stjórnað bílnum með símanum með nýju Volvo appi sem tengt er bílnum og þannig t.d. hitað hann upp áður en þú leggur af stað. Í bílnum er innbyggð Google þjónusta og öll akstursstjórnunartæki eru einföld og sérstillanleg sem gera aksturinn auðveldari og aðgengilegri. EX30 var hannaður með það að sjónarmiði að hafa minnsta kolefnisfótspor allra Volvo-bíla frá upphafi og er því að miklu leyti gerður úr endurnýjanlegum og endurunnum efnum.* Fyrsti sýningarbíllinn er væntanlegur í sýningarsalinn í lok desember.

Smelltu og kynntu þér Volvo EX30

Skoðaðu úrval Volvo EX30 í Vefsýningarsal

No photo description available.

*Byggt á kolefnisfótspori út endingartíma bíls sem er ekið meira en 200.000 km á EU27-rafmagni og í tengslum við vörur á heimsmarkaði.


Vefspjall