Fara í efni

Brimborg hlýtur viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024 frá Creditinfo

Brimborg hlýtur viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024 frá Creditinfo
Sjálfbærni, samfélagsleg ábyrgð, stöðugleiki og árangursríkur rekstur

Brimborg hlýtur viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024 frá Creditinfo

Brimborg er afar stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2024 frá Creditinfo, sem félaginu hlotnast vegna áherslna á sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð, stöðugleika og árangursríkan rekstur.

Viðurkenning byggð á fjölmörgum þáttum

Creditinfo veitir þessa viðurkenningu til fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði um fjárhagslegan styrk, stöðugleika og góða viðskiptasögu auk þess að leggja mikla áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Að vera valið meðal efstu 2% íslenskra fyrirtækja er mikill heiður og staðfesting sjálfbærni og rekstraráherslum Brimborgar.

Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Brimborg var fyrst bíla- og atvinnutækjaumboða á Íslandi, sem og fyrsta ökutækjaleigan, til að birta heildstætt sjálfbærniuppgjör samkvæmt UFS-leiðbeiningum Nasdaq árið 2021 og hefur birt þannig uppgjör á hverju ári síðan. Félagið var auk þess í hópi fyrstu íslenskra fyrirtækja til að veita upplýsingar í samræmi við flokkunarreglugerð ESB um sjálfbærar fjárfestingar fyrir rekstrarárið 2023. Með gangsærri upplýsingagjöf sýnir Brimborg ábyrgð gagnvart umhverfinu, samfélaginu og góðum stjórnarháttum. Sjálfbærniuppgjörið er aðgengilegt á www.brimborg.is og inniheldur ítarlegar upplýsingar um þau áhrif sem starfsemi okkar hefur á umhverfið og samfélagið og upplýsingar skv. flokkunarreglugerðinni er að finna í ársreikningi félagsins.

60 ára afmæli Brimborgar

Á þessu ári fagnar Brimborg 60 ára afmæli félagsins. Ferðalag okkar hófst árið 1964 með stofnun bílaverkstæðisins Ventils. Síðan þá höfum við vaxið og þróast í takt við breytingar á markaðnum, alltaf með áherslu á sjálfbærni, gæði og framúrskarandi þjónustu.

Þakkir til viðskiptavina og starfsfólks

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, segir: "Við erum afar þakklát fyrir þessa viðurkenningu frá Creditinfo. Hún er árangur af samstilltu átaki alls starfsfólks Brimborgar og viljum við þakka okkar frábæra starfsfólki sem á allan heiðurinn af þessum árangri. Við munum halda áfram að einbeita okkur að því að veita framúrskarandi þjónustu og leggja okkar af mörkum til sjálfbærrar framtíðar. Við viljum að auki þakka öllum okkar viðskiptavinum fyrir traustið í gegnum árin."

Áframhaldandi vöxtur og áhersla á sjálfbærni

Með þessari viðurkenningu og tímamótunum sem 60 ára afmælið markar, horfum við til framtíðar með bjartsýni. Við munum halda áfram að innleiða nýjungar, efla sjálfbærni í starfsemi okkar og veita viðskiptavinum okkar bestu mögulegu þjónustu.