Fara í efni

Brimborg frumsýndi rafmagnsbíl fyrir 39 árum!

Brimborg frumsýndi rafmagnsbíl fyrir 39 árum!
Daihatsu Charade rafmagnsbíll!

Brimborg frumsýndi rafmagns Daihatsu Charade árið 1981!

Það var í Sýningarhöllinni í apríl árið 1981 sem Brimborg frumsýndi Daihatsu Charade rafmagnsbíl. 

Bíllinn var þriggja gíra og hljóðlátur en þó ekki ofhlaðinn kröftum samkvæmt blaðamanni Morgunblaðsins, einnig nefnir blaðamaður að á rauðu ljósi verði ökumanni hugsað til þess hvort bíllinn sé alls ekki í gangi. Átta tíma hleðsla rafgeymisins entist í 70 km akstur. Aðalvandamálið við framleiðslu bílsins voru geymarnir og þyngd þeirra. Bíllinn sem kom hingað til lands var ekki hannaður sem rafbíll frá grunni heldur var um að ræða breyttan Daihatsu Charade. Í bílnum voru t.d. engin aftursæti þar sem rafgeymarnir tóku svo mikið pláss.

Daihatsu rafmagnsbíl

Það er gaman að skoða þetta og þá þróun sem orðið hefur verið. Brimborg býður nú frá þeim fimm bílaframleiðendum sem Brimborg er umboðsaðili fyrir 19 gerðir rafmagnaðra, hlaðanlegra bíla. Um er að ræða 100% hreina rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla (Plug-In Hybrid) sem henta mismunandi þörfum Íslendinga. Framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði, framúrskarandi þjónusta og ráðgjöf við fyrstu kaupendur rafmagnaðra bíla.

Smelltu og lestu allt um málið hér


Vefspjall