Brimborg eykur forystu á rafbílamarkaði, 352,7% vöxtur í rafbílasölu Brimborgar
Brimborg eykur forystuna í orkuskiptum á bílamarkaði það sem af er árinu. Nýskráðir voru 412 rafbílar af bílamerkjum Brimborgar fyrstu fjóra mánuði ársins 2022. Það er 352,7% vöxtur miðað við sama tíma í fyrra. Rafbílamarkaðurinn í heild á sama tímabili var 1.664 rafbílar og jókst um 141,5% sem þýðir að markaðshlutdeild Brimborgar á rafbílamarkaði er 24,8%. Á rafsendibílamarkaði eru bílamerki Brimborgar með 45,1% hlutdeild.
Brimborg er með forystu á heildarmarkaði rafbíla, fólksbílamarkaði rafbíla og sendibílamarkaði rafbíla.
Brimborg er umboðsaðili sjö bílamerkja sem öll bjóða rafbíla til sölu sem henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel, hvort sem er fólksbílar, jeppar eða sendibílar. Þetta eru bílamerkin Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Opel og Peugeot en úrval rafbíla hjá Brimborg má skoða á vefnum.
Brimborg hefur lagt gífurlega áherslu á að hraða orkuskiptum á bílamarkaði með öflugri markaðssetningu rafbíla og umfangsmikilli þjálfun starfsmanna í sölu og þjónustu rafbíla. Það hefur skilað sér í góðu forskoti Brimborgar á rafbílamarkaði.