Fara í efni

SALA OPEL RAFBÍLA EYKST UM 212,1%

Brimborg tók við þýska hágæða bílamerkinu Opel í upphafi árs 2022 og setti Brimborg strax stefnuna á að auka hlut Opel rafbíla til að styðja við orkuskiptin á Íslandi. Viðtökur voru framar vonum og jókst sala rafknúinna Opel fólksbíla um 212,1% og voru rafbílar 95% af fólksbílasölu Opel á Íslandi.

Opel býður rafbílana Opel Corsa-e og Opel Mokka-e sem báðir hafa notið mikilla vinsælda enda vel búnir gæðabílar á hagstæðu verði.

Auk fólksbíla býður Opel úrval rafknúinna sendibíla og voru Opel rafsendibílar þeir vinsælustu á árinu með 20% markaðshlutdeild af rafsendibílamarkaði og jókst sala Opel rafsendibíla um 141,2% á árinu.

Opel er þýskt hágæða bílamerki og leggur þýski bílaframleiðandinn Opel einbeitta áherslu á þróun rafmagnaðra bíla með djarfri, stílhreinni, samtímahönnun. Með rafmögnuðum áherslum stefnir Opel bílamerkið að því að vera í fararbroddi í orkuskiptum á Íslandi og hefur framleiðandinn markað þá stefnu að allar gerðir Opel bíla verði fáanlegar í rafmagnaðri útfærslu árið 2024.

Bílamerki sem er vert að kynna sér!
Brimborg býður Opel rafbíla með ríkulegum staðalbúnaði, á hagstæðu verði og býður víðtæka, 7 ára verksmiðjuábyrgð á Opel bílum auk þess sem drifrafhlöður Opel rafbíla eru með 8 ára verksmiðjuábyrgð.

Smelltu til að skoða Opel á Íslandi

Smelltu til að skoða Opel í Vefsýningarsalnum

Opel sýningarsalir eru á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Akureyri og þar sem Opel sérfræðingar eru til þjónustu reiðubúnir. 

Opnunartímar: 
Reykjavík: Mán-Fim kl. 9-17 | Fös kl. 9-16:15 | Lau kl. 12-16
Akureyri: Mán-Fim kl. 8-17 | Fös kl. 8-16:15 | Lau kl. 12-16


Vefspjall