Fara í efni

60,6% af sendibílum í rekstri Brimborgar nú rafknúnir. Árlegur sparnaður 61,4%

60,6% af sendibílum í rekstri Brimborgar nú rafknúnir. Árlegur sparnaður 61,4%
60,6% af sendibílum í rekstri Brimborgar nú rafknúnir. Árlegur sparnaður 61,4%

Í samræmi við sjálfbærnistefnu Brimborgar þá stefnir félagið að því að allur sendibíla floti félagsins verði rafknúinn í lok árs 2024 og gengur útskipti áætlunin vel en nú eru 60,6% af flotanum rafknúinn. Aukið úrval rafsendibíla, meiri drægni, betri hleðsluhraði og þéttara hraðhleðslunet gerir hraðari útskipti möguleg.

Orkusparnaður á ársgrundvelli ef allur flotinn væri á rafmagni getur verið allt að 61,4%. Með nýjum stuðningi Orkusjóðs til útskipta á þyngri sendibílum yfir í rafmagn er fyrirtækjum gert einfaldara með að skipta út síðustu bílunum, þeim stærstu sem keyra lengstu vegalengdirnar.

Sendibílar í skammtímaútleigu hjá bílaleigu Brimborgar eru núna eingöngu rafbílar og sendibílar í langtímaleigu eru 35,1% rafmagnsbílar.

Hér má sjá upplýsingar um styrkina og sækja um

Í almennum rekstri Brimborgar, fyrir utan bílaleigu, eru 33 sendibílar í notkun og af þeim eru 20 nú þegar hreinir rafmagnsbílar eða 60,6% af flotanum. Bensínbílar eru 3 og dísilbílar eru 10. Að auki eru sendibílar í skammtímaútleigu hjá bílaleigu Brimborgar núna eingöngu rafbílar og sendibílar í langtímaleigu eru 35,1% rafmagnsbílar. Til samanburðar eru sendibílar alls í umferð á Íslandi 28.202 og þarf af eru 1.119 rafsendibílar eða 4%. Hjá bílaleigum á Íslandi eru 3.112 sendibílar í umferð og þar af eru 170 rafknúnir eða 5,5%.

Sendibílarnir í rekstri Brimborgar eru notaðir í margvísleg verkefni t.d. þjónustubílar fyrir fólksbílaverkstæði, viðgerðarbílar fyrir vörubíla- og tækjaverkstæði, til útkeyrslu varahluta frá vöruhúsum, þjónustubílar á dekkjaverkstæðum og bílar vegna viðhalds fasteigna.

Með útskiptum í rafmagn sparast mikill eldsneytiskostnaður, losun gróðurhúsalofttegunda (tCOíg) hverfur og sama á við um útblástursmengun. Útskipti verkefnið er hagkvæmt og ef gerður er samanburður á því ef allur flotinn væri á rafmagni annars vegar og dísil hins vegar þá sést vel mikill sparnaður í orkukostnaði og ekki síst minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda.

Ef allir 33 bílarnir væru dísilbílar og árlegur akstur væri um 14.000 km per bíl eða 462.000 km á ári þá væru þeir að brenna um 40.194 lítrum af dísilolíu ef meðaleyðsla er 8,7 l / 100 km. Losun frá þeirri brennslu væri 109,3 tCO2íg og orkukostnaður með AD Blue kostnaði væri um 12,1 milljónir króna miðað við að olíuverð væri um 288 kr. með afslætti og virðisaukaskatti og AD Blue verð 250 kr. með virðisaukaskatti.

Ef hins vegar allur flotinn væru keyrður á rafmagni, raforkunotkun per 100 km væri 24 kWh og verð á kWh væri 17 kr. með virðisaukaskatti þá væri rafmagnskostnaður og kílómetragjald við að aka 462.000 km á þessum 33 bílum 4,7 milljónir kr. með virðisaukaskatti. Sparnaðurinn væri um 7,4 milljónir á ársgrundvelli eða 61,4%. Til viðbótar sparnaði vegna orkukaupa væri sparnaður í þjónustu- og viðhaldskostnaði þar sem rafbílar eru einfaldari að gerð og krefjast ekki smurningar á vél og ýmis annars viðhalds.

Hér eru dæmi um nýju rafmagns sendi- og pallbílana sem uppfylla kröfur Orkusjóðs um styrk.

Opel Movano rafsendibíll með allt að 424 km drægni skv. WLTP staðlinum.

Ford rafmagns vinnuflokkabíll með allt að 225 km drægni skv WLTP staðlinum.

e-transit_pallbill_verd_1920x840_20240528

Ford Transit rafsendibíll með allt að 312 km drægni skv. WLTP staðlinum.

e-transit

Ford F150 rafmagns pallbíll með allt að 429 km drægni skv. WLTP staðlinum

Gæti verið mynd af bíll, vegur og texti


Vefspjall