Fara í efni

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg
60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu rafbíla (BEV) og tengiltvinn rafbíla (PHEV) hjá Brimborg. Stöðug aukning hefur verið í hlutfalli rafbíla af heildarsölu Brimborgar og náði hlutfallið nýjum hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seldum fólksbílum.

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu rafbíla (BEV) og tengiltvinn rafbíla (PHEV) hjá Brimborg. Stöðug aukning hefur verið í hlutfalli rafbíla af heildarsölu Brimborgar og náði hlutfallið nýjum hæðum í júlí þegar það fór í 60,8% af seldum fólksbílum. Aukið úrval rafbíla og tengiltvinn rafbíla frá bílaframleiðendum Brimborgar skýrir aukna sölu enda finna sífellt fleiri viðskiptavinir rafmagnaða bíla við hæfi. Nú og næstu mánuði mun Brimborg geta boðið 24 gerðir rafmagnaðra bíla til sölu á Íslandi frá fimm bílaframleiðendum. Úrvalið er allt frá litlum borgarbílum til stórra, 7-9 manna bíla, fjórhjóladrifinna jeppa og allt þar á milli.

Mikið úrval rafbíla frá fimm bílaframleiðendum

Volvo tengiltvinn jepparnir hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár og fljótlega mun Brimborg kynna 100% hreinan rafjeppa frá Volvo. Peugeot sækir mjög hratt inn á markaðinn með hreina rafbíla og tengiltvinnbíla og kynnti nýlega enn einn rafbílinn, e-2008. Ford kynnti nýverið Kuga PHEV tengiltvinnbíl og Ford Explorer PHEV er nýkominn til Íslands og á næsta ári er von á Ford Mustang Mach-E rafbílnum. Citroën kemur inn á markaðinn í haust og vetur með C5 Aircross PHEV tengiltvinnbíl og e-C4 100% hreinan rafbíl og Mazda mun einnig kynna 100% hreinan rafbíl, MX-30, í haust.

Rafbílar 75% af sölu Brimborgar um áramót

Brimborg er nú þegar í hópi þriggja stærstu bílaumboðanna þegar kemur að hlutfalli raf- og tengiltvinnbíla af heildarsölu. Með þessu aukna framboði rafmagnaðra bíla reiknar Brimborg með að hlutfall rafmagnaðra bíla af heildarsölu Brimborgar fari yfir 75% um næstu áramót. Auðvelt er að skoða nýja rafbíla og tengiltvinnbíla til sölu í Vefsýningarsal Brimborgar á netinu. Í Vefsýningarsalnum er opið allan sólarhringinn og þægilegt að sitja heima og skoða liti, innréttingar og mismunandi búnað og senda síðan rafræna pöntun eða fyrirspurn beint á söluráðgjafa sem svara um hæl. Í Vefsýningarsalnum er hægt að skoða bíla sem til eru á lager eða bíla sem eru á leiðinni og óska eftir breytingu á lit, innréttingu og búnaði með aðstoð söluráðgjafa.

Einnig er hægt að fara beint í Vefsýningarsal Brimborgar á netinu og skoða bíla á lager eða bíla í pöntun, panta þar eða senda fyrirspurn beint á söluráðgjafa.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Volvo XC40 PHEV

Ford Explorer PHEV

Mazda MX-30

Peugeot e-2008

Citroën ë-C4


Vefspjall