Fara í efni

Ford E-Transit 100% rafsendi- og pallbílar uppfylla skilyrði um rafbílastyrk

RAFBÍLASTYRKUR FYRIR ALLT AÐ 33% AF BÍLVERÐI ÁN VSK. UMSÓKNARFRESTUR TIL 11. JÚNÍ 2024
Mikilvægt er að sækja um fyrir 11. júní. Nú er opið fyrir umsóknir um styrki fyrir stærri rafmagnssendi og pallbíla hjá Orkusjóði. Ford E-Transti er fáanlegur í mörgum útgáfum og þar á meðal bæði sem sendi- og pallbíll í vörubílaflokki N2 yfir 3.500 kg. Ein milljón er greidd í styrk fyrir hvert tonn leyfðrar heildarþyngdar atvinnubíls en þó ekki hærri en 33% af bílverði án vsk. og að hámarki 15 millj. kr.

Forsendur þess að bíllinn sé gjaldgengur fyrir styrkinn eru: að leyfð heildarþyngd bíls sé yfir 3.5 tonn, bíllinn sé nýskráður í ökutækjaflokknum N2 og nýskráður innan 12 mánaða frá úthlutun styrks. Við umsókn þarf að áætla akstur, eyðslu og CO₂ losun á jarðefnaeldsneytisbíl sem ella hefði verið notaður í verkefnið og þar af leiðandi losunarsparnað. Söluráðgjafar Ford veita viðskiptavinum ráðgjöf um útreikning á losun á CO₂. Fyrirtæki í atvinnurekstri geta að auki innskattað 24% virðisaukaskatt af kaupverðinu ásamt því að innskatta allan rekstrarkostnað sendibílsins ef bíllinn er á rauðum númerum.

VERÐDÆMI ÁN VSK MEÐ RAFBÍLASTYRK
Ford E-Transit L2H2 sendibíll í ökutækjaflokki N2 (4.250 kg í heildarþyngd) með allt að 312 km drægni kostar frá 11.990.000 kr. m. vsk. og 9.669.335 kr. án vsk. Ef sótt er um rafbílastyrk fyrir 11. júní 2024 er mögulegt að fá styrk sem nemur allt að 33% af kaupverði án vsk. Kostnaður kaupanda er þá einungis 6.478.468 kr. án vsk með rafbílastyrk.

Ef við tökum svo einnig dæmi um pallbílinn þá er það Ford E-Transit L3H1 með palli og allt að 225 km drægni kostar frá 12.290.000 kr. m. vsk. og 9.911.290 kr. án vsk. Ef sótt er um rafbílastyrk fyrir 11. júní 2024 er mögulegt að fá styrk sem nemur allt að 33% af kaupverði án vsk. Kostnaður kaupanda er þá einungis 6.640.564 kr. án vsk með rafbílastyrk.

ALLT AÐ 312 KM DRÆGNI Á ÍSLENSKRI RAFORKU
Ford E-Transit sendibíll með 68kWh drifrafhlöðu og allt að 312 km drægni skv. WLTP mælingu og Ford E-Transit pallbíll með 68kWh drifrafhlöðu og allt að 225 km drægni skv. WLTP mælingu.

Skoðaðu E-Transit í Vefsýningarsal

34 MÍNÚTUR Í 80% HLEÐSLU Í 115 kW HRAÐHLEÐSLUSTÖÐ
Ford E-Transit er með 68 kWh drifrafhlöðu og innbyggðri hleðslustýringu fyrir AC hæghleðslu. Því er auðvelt að hlaða yfir nótt þegar bíllinn er ekki í notkun. Á daginn á milli ferða í hvíldarhléum er auðvelt að skjóta inn á rafhlöðuna í hraðhleðslu (DC) ef þörf er á aukaorku. Í hraðhleðslu (DC) leyfir hleðslustýringin allt að 115 kW hraðhleðslustöð sem nýtist til hleðslu í allt að 80% af hámarksgetu drifrafhlöðunnar og tekur það um 34 mínútur að ná þeirri orku frá nánast tómri rafhlöðunni.

NOKKAR LENGDIR OG MJÖG MARGAR ÚTFÆRSLUR
Ford E-Transit sendibílarnir eru fáanlegir í þremur lengdum, lengd hleðslurýmis er er allt að 4,256 m og hæðin allt að 2.025 m með háþekju. E-Transit pallbílarnir eru fáanlegir í tveimur lengdum og lengri pallurinn er 4,320 m.

EINSTAKTLEGA GÓÐ VINNUAÐSTAÐA OG RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR
Hleðslurýmið er einstaklega aðgengilegt og þægilegt, ásamt því að allt aðgengi er gott. Hleðslurýmið er allt að 15,1 m³, aðgengi að farmi er einnig gott að aftan þar sem tvískipt afturhurð með 180° opnun, festilykkjur í farangursrými og hlífðarklæðning í hálfa hæð ásamt plast klæðningu í gólfi. E-Transit sendibíllinn er að sjálfsögðu fáanlegur með rennihurðum á báðum hliðum. Sem dæmi um ríkulegan saðalbúnað má nefna þægindabúnað eins og forhitara sem tryggir að hann er alltaf heitur á morgnana, leiðsögukerfi, SYNC 4 samskiptakerfi þar sem þú getur tengt bílinn við símann þinn, 12“ snertiskjár ofl.

Skoða verðlista E-Transit

Skoða verðlista fyrir E-Transit Pallbíl

RÍKULEGUR ÖRYGGISBÚNAÐUR
E-Transit er með ríkulegum öryggisbúnaði og má þar helst nefna: 360° myndavél, nálægðarskynjurum að framan og aftan og einni á hlið, árekstrarvörn, upphitanleg framrúða, veglínuskynjari með stýrisstuðningi, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, BLIS myndavél fyrir hliðarumferð, umferðaskiltalesari og svo mætti lengi telja.

ORKUSKIPTIN MEÐ FORD OG BRIMBORG
Viðskiptavinir geta stólað á fyrsta flokks gæði og fyrirmyndarþjónustu Ford hjá Brimborg. Framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði, fagleg þjónusta og ráðgjöf við kaupendur og við uppsetningu hleðsluinnviða. Viðskiptavinir njóta sérþekkingar og sérkjara Brimborgar í hleðslulausnum og uppsetningu ásamt sérkjörum á hraðhleðslustöðvum Brimborgar Bílorku. Þannig draga þeir úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með umhverfisvænni, íslenskri orku með lágu kolefnisspori.

VÆNLEGUR KOSTUR OG LÆGRI REKSTRARKOSTNAÐUR
Engin CO₂ losun, öflug drifrás, 68 kWh rafhlaða með framúrskarandi drægni, góður hleðsluhraði og 5 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu gerir E-Transit að vænlegum kosti. Aksturinn er hljóðlaus og án titrings og rekstrarkostnaður allt að 76% lægri á ársgrundvelli en í sambærilegum bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti.

UPPITÍMINN SKIPTIR MÁLI
Brimborg leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu þar sem hraði, hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi svo tryggt sé að Ford rafsendibíllinn sé alltaf til þjónustu reiðubúinn. Þjónustan er byggð á áralangri reynslu sérfræðinga Brimborgar í litlum og stórum sendibílum og sérfræðiþekkingar við rekstur og uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir rafbíla. Hátt þjónustustig Brimborgar tryggir framúrskarandi uppitíma sem skiptir miklu máli í rekstri.

HÆGT AÐ SKOÐA ÚRVALIÐ AF E-TRANSIT SENDI- OG PALLBÍLUM Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Í Vefsýningarsal Brimborgar er að finna E-Transit rafmagnssendi- og pallbílana sem eru á leiðinni til landsins. Söluráðgjafar Ford veita viðskiptavinum ráðgjöf við valið á rétta bílnum, upplýsingar um rafbílastyrki sem eru í boði og aðstoð við útreikning á losun á CO₂ fyrir umsókn um styrk. Hægt er að skoða úrvalið í Vefsýningarsalnum og senda fyrirspurn sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun sem hentar þeirra þörf með aðstoð söluráðgjafa Ford.

Skoðaðu E-Transit og E-Transit Pallbíl í Vefsýningarsal

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM FORD E-TRANSIT
Nánari upplýsingar um E-Transit má finna á vef Ford á Íslandi eða hjá söluráðgjafa Ford í sýningarsal Ford við Bíldshöfða 6 í Reykjavík eða við Tryggvabraut 5 á Akureyri.


Vefspjall