FYRIRTÆKJALAUSNIR BRIMBORGAR
Fyrirtækjalausnir Brimborgar - Bílakaup og bílaþjónusta á einum stað
Fyrirtækjalausnir Brimborgar sérhæfa sig í hagkvæmum og sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki þegar kemur að bifreiðum, vinnuvélum og þjónustu. Við bjóðum til kaups eða leigu úrval yfir 500 gerða af nýjum fólksbílum, jeppum, pallbílum, sendibílum, vinnuflokkabílum, vörubílum og rútum ásamt úrvali vinnuvéla frá heimsþekktum framleiðendum. VIð bjóðum dekk og dekkjaþjónustu, varahluti og einnig hleðslulausnir fyrir rafbíla og rafknúin tæki, búnað og uppsetningu fyrir fyrirtæki, hvort sem er venjulega hleðslu eða hraðhleðslu.
Með fyrirtækjalausnum Brimborgar geturðu einfaldað bílamál fyrirtækisins og hagrætt í rekstri. Við sjáum um allt ferlið, svo sem uppítöku eldri bíla og hagstæða fjármögnun. Sérfræðingar okkar í Reykjavík og á Akureyri veita þjónustu um allt land.
Hafðu samband – hröð og einföld leið:
- Þjónustuborð: Hringdu í síma 515 7000 til að fá samband við rétta sérfræðinga.
- Snjallspjall: Smelltu á spjallbóluna neðst til hægri og spurðu Góa snjallsvara sem með aðstoð gervigreindar svarar allan sólarhringinn, alla daga ársins. Finnist svarið ekki hjá honum, vísar hann þér áfram til þess sem getur aðstoðað.
- Fyrirspurnarform: Smelltu á viðeigandi hnappa, fylltu út form og við svörum um hæl.
Vefsýningarsalur nýrra bíla
Vefsýningarsalur notaðra bíla
Bílaleiga
Langtímaleiga nýrra bíla
Sendibílaleiga
Langtímaleiga notaðra bíla
Vefsýningarsalur nýrra sendibíla
Langtímaleiga á rafknúnum bílum
Langtímaleiga á rafknúnum tækjum
Hleðslubúnaður og uppsetning | Bílorka
Vertu leiðtogi í orkuskiptum með Brimborg og Velti
Margir íslenskir atvinnurekendur hafa markvisst stefnt að því að draga úr mengun og minnka kostnað með orkuskiptum í bíla- og tækjaflotanum. Á sama tíma eru kröfur löggjafans um sjálfbærni að verða sífellt strangari. Brimborg býður heildarlausnir sem flýta þessari vegferð, hvort sem það er kaup eða leiga á rafknúnum bílum eða ráðgjöf við uppbyggingu hleðsluinnviða á starfstöðvum.
Brimborg er eitt stærsta bílaumboð landsins og hefur úrval rafknúinna fólksbíla, jeppa og sendibíla frá sjö helstu bílaframleiðendum: Volvo, Polestar, Ford, Mazda, Citroën, Opel og Peugeot. Einnig býður Veltir, Volvo-atvinnutækjasvið Brimborgar, rafknúna þungaflutningabíla allt að 50 tonnum í heildarþyngd, rafknúnar vinnuvélar allt að 5 tonnum og rafknúna strætisvagna.
Með fjölbreyttu úrvali orkuskiptakosta til bæði kaups og leigu er Brimborg öflugt afl í orkuskiptum samgangna á Íslandi.
ÞJÓNUSTA
Hjá Brimborg færðu heildarlausn í bílaþjónustu. Viðurkennd umboðsverkstæði, þjónustuverkstæði Vélalands og hraðþjónustustöðvar MAX1, auk samstarfsverkstæða um land allt, tryggja faglega þjónustu:
- Hraðþjónusta
- Viðhald
- Dekk
- Skoðanir
Við setjum hraða, hagkvæmni og þægindi í forgang svo bíllinn sé alltaf tilbúinn í verkefnin.
Brimborg leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu þar sem hraði, hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi svo tryggt sé að bíllinn sé alltaf til þjónustu reiðubúin.