Fara í efni

Volvo XC90 og Ford F-350 á afmælishátíð Alcoa

Volvo XC90 og Ford F-350 á afmælishátíð Alcoa
Ford F-350 og Volvo XC90 á afmælishátíð Alcoa
Okkar menn hjá Brimborg Akureyri fóru með tvo glæsilega bíla um helgina til Reyðarfjarðar og tóku þátt í 10 ára afmælishátíð Alcoa Fjarðarál.

Okkar menn hjá Brimborg Akureyri fóru með tvo glæsilega bíla um helgina til Reyðarfjarðar og tóku þátt í 10 ára afmælishátíð Alcoa Fjarðarál. Á bílasýningunni voru Volvo XC90 T8 Hybrid tengitvinnbíll og Ford F-350 Super Duty pallbíll. Margt var um manninn og við þökkum Alcoa Fjarðarál og öllum þeim fjölmörgu sem komu á sýninguna kærlega fyrir daginn.

Sá öruggi og sá sterkasti voru á staðnum

Á bílasýningunni voru 7 sæta Volvo XC90 T8 Hybrid tengitvinnbíll sem er 407 hestöfl og togar 640Nm. Bíllinn er sérlega sparneytinn með uppgefna eyðslu uppá 2,1/100 km í blönduðum akstri og losun koltvísýrings einungis 49g/km. Volvo XC90 er búinn einum fullkomnasta öryggisstaðalbúnaðinum á markaðnum í dag og má þar nefna aftanákeyrsluvörn, byltingarkennda veltivörn, sjálfvirka bremsu og vörn við útafakstri. Komdu í Brimborg og skoðaðu bíl ársins 2016!

Kynntu þér Volvo XC90

Á staðnum var einnig Ford F-350 Super Duty sem er sá sterkasti sem Ford hefur framleitt. F-350 Super Duty hefur mesta burðargetu allra þeirra bíla sem falla í hans flokk og sama á við um tog hans, það er einnig það mesta. Nýr Ford F-350 Super Duty hefur ekkert fyrir því að draga fullhlaðna kerru eða hjólhýsi af stærri gerðinni. Í nýjum Ford F-350 Super Duty er öflug 440 hestafla vél sem skilar hvorki meira né minna en 1.166 Nm togi sem gerir akstur með eða án farms sérlega skemmtilegan. Hann hefur dráttargetu uppá 10.650 kg. og burðargetu uppá 5.216 kg. alvöru tæki hér á ferð. Komdu í Brimborg og skoðaðu F-350 Super Duty!

Kynntu þér Ford F-350 Super Duty

Komdu í Brimborg

Bæði Volvo XC90 T8 Hybrid tengitvinnbíllinn og Ford F-350 Super Duty bíllinn eru staðsettir hjá Brimborg á Akureyri og því um að gera að koma og skoða gripina. Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu Brimborg Akureyri.

 


Vefspjall