Fara í efni

Rausnarlegur styrkur til að taka orkuskipti fyrirtækja alla leið

Rausnarlegur styrkur til að taka orkuskipti fyrirtækja alla leið
Opel Movano Electric með allt að 424 km drægni. Lækkaðu rekstrarkostnaðinn um allt að 59%. Árlegur sparnaður í losun tCO2íg 5,4.

Orkuskiptin á Íslandi eru komin á fulla ferð og næstum 30 þúsund rafbílar keyra nú um á ódýru, endurnýjanlegu, íslensku rafmagni. Fyrirtæki eru byrjuð að taka orkuskiptaskref yfir í rafmagnsfólksbíla og rafmagnssendibíla. Ávinningurinn er oft ævintýralegur og er algengt að kostnaðarsparnaður geti numið allt að 59% í samanburði við dísilbíl þegar horft er til kostnaðar við dísilolíu, AD Blue og viðhaldskostnaðar á móti kostnaði við rafmagn og kílómetragjald á rafbíl.

Um 30% af bílaflota Brimborgar á rafmagni. Sendibílafloti Brimborgar 54% á rafmagni
Brimborg hefur tekið stór skref í orkuskiptum undanfarin ár í samræmi við sjálfbærnistefnu félagsins með það að markmiði að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis, draga úr losun koltvísýrings og minnka loftmengun. Á Íslandi eru um 291 þúsund bílar í umferð og þar af eru 29.200 rafbílar eða 10%.

Brimborg rekur yfir þúsund bíla flota og þar af eru 315 rafbílar eða um 30% af flotanum. Í flota Brimborgar eru þar af 85 sendibílar og eru þeir notaðir til útleigu til fyrirtækja í langtímaleigu og til einstaklinga í skammtímaútleigu, við útkeyrslu varahluta og hjólbarða frá vöruhúsum og sem þjónustubílar fyrir verkstæði. Af þessum 85 sendibílum eru 46 rafsendibílar eða 54%.

Einstakt tækifæri til útskipta í rafsendibíla með styrk frá Orkusjóði
Orkusjóður hefur auglýst styrki vegna þyngri hreinorku vörubíla og er umsóknarfrestur til 11. júní 2024 eins og kom fram í frétt á vef Brimborgar https://www.brimborg.is/is/frettir/rafbilastyrkir-vegna-thyngri-sendibila-pallbila-og-staerri-vorubila-umsoknarfrestur-til-11-juni snemma í maí. Í þessari nýju styrkjaúthlutun fást nú styrkir fyrir atvinnubíla í ökutækjaflokkum N2 og N3 sem eru nýskráðar vörubifreiðar (yfir 3.500 kg eða frá og með 3.501 kg) en þar falla undir þyngri sendibílar. Þetta opnar því möguleika á að fá styrki á sendibíla í þyngri flokkum.

Allt að 59% lægri aksturskostnaður rafmagnssendibíls
Með þessum styrk er kaupverð rafsendibíls mjög samkeppnisfært við kaupverð sambærilegs dísilsendibíls en fjárhagslegur ávinningur af rekstri rafsendibíls er mjög mikill og eykst eftir því sem meira er ekið þar sem kostnaður per kílómetra er mun lægri á rafmagni en á dísilolíu.

Rafmagnsmótorar rafsendibíla eru einstaklega hagkvæmir og með hleðslu á starfsstöðvum fyrirtækja á hagkvæmu raforkuverði sparast mikill kostnaður samanborið við kaup á dísilolíu og um leið sparast kaup á AD Blue fyrir mengunarbúnað dísilbíla auk þess sem viðhald er umtalsvert minna og þjónustutími er styttri.

Hér höfum við sett upp dæmi um sparnað með akstri rafbíls m.v. dísilbíl þar sem kostnaður per km á rafsendibíl er aðeins 13,8 kr. miðað við 33,5 kr. fyrir dísilbíl og munar þar 59%. Sparnaður á ári er 492.400 kr. og minnkun í losun koltvísýrings í tonnum (tCO2íg) er 5,4 tonn á ári.

Opel Movano Electric 100% rafsendibíll með 424 km drægni
Opel Movano rafsendibíllinn uppfyllir skilyrði Orkusjóðs og er með einstakri drægni og góðum hleðsluhraða. Því er hægt að skipta yfir í rafsendibíl fyrir nánast hvaða verkefni sem er með miklum ávinningi.

Skoðaðu Opel Movano Electric

Samfélagslegur ávinningur og stuðningur við sjálfbærnimarkmið fyrirtækja
Rafmagnssendibílar losa ekki út koltvísýring (CO2) eða önnur mengandi efni sem stuðlar að betri loftgæðum sem er mikilsvert framlag fyrirtækisins til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda og minnkunar á mengun. Með því að nota rafmagn sem orkugjafa fyrir bíla getur fyrirtækið dregið úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda sem styður við sjálfbærnimarkmið fyrirtækja og Íslands.

Jákvæð ímynd fyrirtækisins og betri vinnuaðstaða
Fyrirtæki sem nota rafmagnssendibíla sýna samfélagslega ábyrgð og stuðning við umhverfisvernd, sem getur laðað að fleiri viðskiptavini og styrkt ímynd þeirra. Rafsendibílar eru hljóðlátari og skapa engan titring í akstri sem bætir vinnuumhverfi ökumanna. Ef aka þarf inn í vöruhús til að lesta eða losa farm þá er rafsendibíllinn mengunarlaus.

Hleðsluinnviðir fyrirtækja
Brimborg býður fyrirtækjum ráðgjöf við að meta þörf á hleðsluinnviðum, hvort sem er venjuleg hæghleðsla (AC) til að hlaða bíla yfir nótt en einnig hraðhleðslu þegar skjóta þarf inn á bíla yfir daginn. Brimborg hefur mikla reynslu af stöðvum sem félagið flytur inn sjálft, uppsetningu og rekstri og gerir tilboð í stöðvar og uppsetningu. Brimborg Bílorka er hraðhleðsluþjónusta sem býður fyrirtækjum að setja upp hraðhleðslubúnað og sjá um rekstur hans.

Kynntu þér Brimborg Bílorku

Kaup eða leiga rafsendibíla
Með stuðningi Brimborgar sem býður upp á ráðgjöf, kaup, langtímaleigu og þjónustusamninga er auðvelt fyrir fyrirtæki að skipta yfir í rafmagnssendibíla og njóta ávinningsins sem fylgir því​. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um Opel Movano Electric.

Opel Movano Electric til kaups

Opel Movano Electric til leigu


Vefspjall