Fara í efni

Peugeot rafbílar í hópi þriggja mest seldu rafbíla á Íslandi

Peugeot rafbílar í hópi þriggja mest seldu rafbíla á Íslandi
Peugeot rafbílar í hópi þriggja mest seldu rafbíla
Það má með sanni segja að árið 2020 sé vendiár í framboði og sölu Peugeot rafbíla og nóvember er Peugeot í þriðja sæti yfir mest seldu rafbíla á Íslandi.


Brimborg hefur það sem af er ári selt 76 Peugeot hreina rafbíla á árinu og í nóvember eru Peugeot rafbílar í hópi þriggja mest seldu rafbíla á Íslandi. Það má því með sanni segja að árið 2020 sé vendiár í framboði og sölu Peugeot rafbíla en þann 8. ágúst frumsýndi Brimborg enn einn rafbílinn, Peugeot e-2008, 100% hreinan rafbíl. Fyrir var í boði Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll.

Peugeot rafbilar í hópi þriggja mest seldu rafbíla

Stefna Peugeot bílaframleiðandans er að rafbílavæða allt sitt bílaúrval fyrir árið 2025. Vegferðin hófst með Peugeot 3008 PHEV, fjórhjóladrifnum tengiltvinn rafbíl, næst kom Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll sem var kosinn Bíll ársins í Evrópu 2020. Síðan bættist Peugeot 508 PHEV tengiltvinn rafbíllinn við og í lok sumar var Peugeot e-2008, 100% hreinn rafbíll með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu frumsýndur og hefur fengið frábærar viðtökur. Á næstunni verður nýr rafknúinn Peugeot e-Expert sendibíll kynntur hjá Brimborg. Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára verksmiðjuábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.  

Forpöntun á nýjum bílum gríðarlega vinsæl
Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Vegna aukinnar eftirspurnar vinnur Brimborg að því að útvega fleiri framleiðslupláss.

Alla nýja Peugeot bíla má skoða í Vefsýningarsal Peugeot hjá Brimborg.

SMELLTU TIL AÐ SKOÐA

Peugeot rafbílar 2020


Vefspjall