Fara í efni

Opel rafbílarnir komnir í Brimborg

Opel rafbílarnir komnir í Brimborg
Opel rafbílarnir komnir í Brimborg

Þýska gæðamerkið Opel er nú komið til Brimborgar þar sem er í boði mikið úrval rafbíla og tengiltvinnbíla (PHEV). Brimborg býður Opel rafbíla með meiri staðalbúnaði, á hagstæðara verði og hefur eflt varahluta- og viðgerðarþjónustu og býður lengri, 7 ára ábyrgð.

Sýningarsalur nýrra Opel bíla er á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og á Tryggvabraut 5 á Akureyri og einnig er hægt að gera hagstæð kaup á nýjum Opel bílum í Vefsýningarsal Brimborgar á netinu eða leigja í langtímaleigu.

Þýski bílaframleiðandinn Opel leggur einbeitta áherslu á þróun rafmagnaðra bíla með djarfri, stílhreinni, samtímahönnun. Með rafmögnuðum áherslum stefnir Opel bílamerkið að því að vera í fararbroddi í orkuskiptum á Íslandi.

Smelltu til að skoða Opel á Íslandi

Smelltu til að skoða Opel í Vefsýningarsalnum

Öflugri áhersla á sölu, varahluti, þjónustu og ábyrgðarmál

Brimborg hefur nú þegar innleitt öflugri sölu, varahluta, þjónustu og ábyrgðarferla til að tryggja framúrskarandi gæðaþjónustu. Brimborg mun bjóða alla nýja Opel bíla með lengri og víðtækri 7 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu rafmagnaðra bíla. Nýr vefur Opel á Íslandi er, www.opelisland.is, og Vefsýningarsalur er aðgengilegur beint af nýja Opel vefnum.

Rafmagnað úrval Opel fólksbíla með ríkulegum staðalbúnaði á einstaklega hagstæðu verði

Brimborg býður rafmagnað úrval Opel fólksbíla og sendibíla með ríkulegum staðalbúnaði á einstaklega hagstæðu verði og eru fyrstu rafmögnuðu Opel bílarnir komnir til landsins. Nýr Opel vefur er kominn í loftið ásamt Vefsýningarsal þar sem hægt er að skoða úrval bíla á lager og í pöntun. Netsala skapar hagræðingu hjá Brimborg sem gerir kleift að bjóða meira úrval bíla með ríkulegri staðalbúnaði, öflugri þjónustu og lengri ábyrgð á hagstæðara verði. Verðlistar fyrir rafmagnaða Opel bíla hafa verið kynntir og eru fyrirliggjandi hjá söluráðgjöfum og þeir eru einnig á nýja Opel vefnum.

Ríkulegt úrval Opel sendibíla í 100% rafmagnsútfærslu

Opel býður upp á ríkulegt úrval sendibíla í 100% rafmagnsútfærslu með allt að 330 km drægni. Opel sendibílarnir eru fáanlegir í mörgum stærðum, útfærslum og með mismunandi eiginleika sem henta við öll dagleg störf. Fyrstu sendibílarnir eru væntanlegir til landsins í júní 2022 og eru þeir einnig boðnir með 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Opel sýningarsalur opnar

Nýr tímabundinn Opel sýningarsalur hefur opnað á Bíldshöfða 8 í Reykjavík og á Akureyri og nú þegar eru Opel sérfræðingar til þjónustu reiðubúnir. Hönnun og framkvæmdir á glæsilegum framtíðarsýningarsal í Reykjavík eru hafnar og er stefnt að opnun hans síðar á árinu.

Brimborg býður strax víðtækari þjónustu við Opel

Brimborg hefur tekið yfir sölu nýrra Opel bíla, varahluta-, viðgerðar- og ábyrgðarþjónustu. Brimborg býður Opel kaupendum fólks- og atvinnubíla víðtækari þjónustu sem felst m.a. í:

  • 7 ára ábyrgð á bíl eða að 140 þús. km
  • 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða að 160 þús. km
  • Ókeypis lánsbíl við ábyrgðarviðgerð
  • Vegaaðstoð um land allt
  • Uppítöku á öllum gerðum notaðra bíla
  • Kaup eða langtímaleigu nýrra Opel bíla

Brimborg tekur nú þegar á móti Opel bílum í þjónustu og ábyrgðarviðgerðir

Brimborg er þegar byrjað að taka við Opel bílum í þjónustu og ábyrgðarviðgerðir. Brimborg þjónustar Opel bíla á Opel verkstæðinu við Bíldshöfða 8 og í Vélalandi í Jafnaseli 6 í Breiðholti og í Dalshrauni 5 í Hafnarfirði. Tímapantanir á verkstæðum eru einfaldar í gegnum bókunarkerfi á vefnum opelisland.is

Brimborg og Opel hafa innleitt varahluta- og ábyrgðarkerfi og Opel varahlutir eru komnir í sölu hjá Brimborg.

Brimborg tekur vel á móti öllum gömlum sem nýjum Opel viðskiptavinum.

Nánari upplýsingar um nýja Opel bíla og þjónustu má finna á nýja Opel vefnum, www.opelisland.is, á netspjalli Brimborgar hér hægra megin niðri eða í síma 5157000.


Vefspjall