Íslandsmet í hljóðlátum diskódansi
Íslandsmet í Silent Diskó var sett á Þjóðhátíð Brimborgar með hvorki meira né minna en 300 heyrnatólum og þremur plötusnúðum! Starfsmenn Brimborgar trylltust á gólfinu, hver með sinn takt og blikkandi heyrnatól á höfðinu og val um þrjár hljóðrásir.
En hvað er Silent diskó eiginlega? Í Silent diskó er dansað við tónlist í gegnum þráðlaus heyrnatól. Á heyrnatólunum getur þú flakkað á milli rása/plötusnúða og valið tónlist að þínum smekk. Tónninn var sleginn á árshátíð Brimborgar í fyrra en þá var í fyrsta sinn sem Brimborgarar fengu að upplifa Silent Diskó. Óhætt að segja að það hafi slegið í gegn. Núna var boðið uppá 50% fleiri plötusnúða og enn meira stuð! Þakið ætlaði af húsinu þegar plötusnúðarnir þrír keyrðu í gang lagalista sem dansóðir Brimborgarar gátu ekki staðist.
Það fundu allir eitthvað við sitt hæfi og sungu hástöfum eins og engin væri morgundagurinn! Algjörlega tryllt stemning!
Það er alltaf gaman að slá met en þetta var með þeim skemmtilegri!
Myndir frá Silent Diskó