GLÆNÝR PEUGEOT 3008 FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG
Við frumsýnum glænýjan, ríkulega búinn Peugeot 3008 laugardaginn 13. febrúar að Bíldshöfða 8 í Reykjavík og Tryggvabraut 5 á Akureyri frá kl. 12-16. Brimborg mun bjóða Peugeot 3008 í bensín, dísil og í tengiltvinn rafútfærslu með ríkulegum staðalbúnaði, 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Komdu á frumsýningu!
NÝR STÓRGLÆSILEGUR, KRÖFTUGUR FRAMENDI OG RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR
Glænýr Peugeot 3008 er með nýjum, stórglæsilegum, kröftugum framenda þar sem nýtt grill og LED framljós með háuljósaaðstoð leika aðalhlutverk. Ríkulegur staðalbúnaður einkennir nýjan Peugeot 3008. GPS vegaleiðsögn, bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nýr 10" margmiðlunarskjár, Mirror Screen speglun, ásamt nýjustu öryggistækni, til að mynda sjálfvirk neyðarhemlun. Peugeot 3008 er nú fáanlegur með nýrri næturmyndavél sem skynjar vegfarendur eða dýr í allt að 200 m fyrir framan ökutækið. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir heitan og þægilegan bíl.
KYNNTU ÞÉR NÝJAN PEUGEOT 3008 PHEV
MIKIL VEGHÆÐ, HÁ SÆTISSTAÐA OG NÚTÍMALEGT INNRA RÝMI
Glænýr Peugeot 3008 er með mikla veghæð og háa sætisstöðu svo það er einstaklega þægilegt að ganga um hann. Nýr Peugeot 3008 er hár undir lægsta punkt eða 22 cm sem er með því hæsta sem þekkist í flokki tengiltvinn rafbíla. Glænýr Peugeot 3008 er með nýjustu kynslóð af i-Cockpit® innréttingu sem hefur verið uppfærð og sérhönnuð til að veita einstaka akstursupplifun. Innra rýmið er fullkomið; nútímalegt og notendavænt þar sem nýjasta kynslóð af i-Cockpit innréttingu leikur aðalhlutverk. Notagildi og þægindi fyrir ökumann eru höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.
SPARNEYTINN BENSÍN, DISIL EÐA TENGILTVINN RAFBÍLA ÚTFÆRSLA MEÐ 8 ÞREPA SJÁLFSKIPTINGU
Glænýr Peugeot 3008 er fáanlegur í bensín, dísil- eða í tengiltvinn rafbíla útfærslu. Bensín- og dísilvélarnar eru með nýjustu kynslóðum sparneytinna PureTech bensín og Blue Hdi dísilvéla sem eru jafnframt með þeim umhverfisvænustu á markaðnum í dag. Sparneytin bensínvélin eyðir frá 6,4 l per 100 km, sparneytinn dísilvélin eyðir frá 5,2 l per 100 km og tengitvinn rafbíll eyðir frá 1,6 l per 100 km skv. WLTP mælingu. Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll er þekktur fyrir lágan rekstrarkostnað þar sem það kostar einungis um 220 kr að fylla 13,2 kWh drifrafhlöðuna og með 33 gr í C02 losun og því eru bifreiðagjöld í lægsta flokki. Peugeot 3008 er með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu sem sparar allt að 7% af eldsneyti miðað við eldri 6 þrepa sjálfskiptingar.
KRAFTMIKILL, FRAM- EÐA FJÓRHJÓLADRIFINN TENGILTVINN RAFBÍLL
Glænýr Peugeot 3008 PHEV er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn. Framdrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar samanlagt 225 hestöflum og fjórhjóladrifinn Peugeot 3008 PHEV skilar 300 hestöflum.
ALLT AÐ 59 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Stærð drifrafhlöðunnar í framdrifnum Peugeot 3008 PHEV er 12 kWh og 13,2 kWh í fjórhjóladrifnum 3008 PHEV. Drægni hennar skv. WLTP mælingu í 100% rafmagnsstillingu er allt að 59 km (50 km í FWD) sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Peugeot 3008 PHEV er fáanlegur með 7,4 kW innbyggðri hleðslustýringu og því er auðvelt að hlaða Peugeot 3008 heima eða í vinnu á innan við 2 tímum með 7,4 kW hleðslustöð.
EINSTÖK ÖRYGGIS- OG AÐSTOÐARTÆKNI
Glænýr Peugeot 3008 er búin nýjustu kynslóð af öryggis- og aksturstækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð. Bakkmyndavél með 180° víddarsýn, veglínuskynjun, ökumannsvaki, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og aðlögunarhæfur hraðastillir eru dæmi um einstaka öryggis- og aðstoðartækni.
7 ÁRA VÍÐTÆK ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Gæði Peugeot eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára verksmiðjuábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðenda hvað varðar þjónustuskoðanir.
Peugeot 3008 kostar frá 5.190.000 kr. og er fáanlegur í tveimur útfærslum; Allure og GT.
Peugeot 3008 tengiltvinn rafbíll kostar frá 6.090.000 kr. og er fáanlegur fram- og fjórhjóladrifinn í tveimur búnaðarútfærslum; Allure og GT.
KYNNTU ÞÉR NÝJAN PEUGEOT 3008 PHEV
Virðum 2 metra regluna. Takmarkaður fjöldi í sýningarsal á hverjum tíma.