Fara í efni

Framtíð Volvo dísilvéla

Framtíð Volvo dísilvéla
Volvo V90CC
Að undanförnu hafa birst nokkrar greinar í erlendum fjölmiðlum þar sem framtíð dísilvéla í Volvo bifreiðum hefur verið rædd. Dísilvélar gegna lykilhlutverki í vöruframboði Volvo, sérstaklega í Evrópu. Þær eru einnig mikilvægar í að lækka Co2 losun Volvo bifreiða í átt að 95 gramma markmiði fyrirtækisins.

Að undanförnu hafa birst nokkrar greinar í erlendum fjölmiðlum þar sem framtíð dísilvéla í Volvo bifreiðum hefur verið rædd.

Í ljósi þess er mikilvægt að undirstrika nokkur atriði.

Dísilvélar gegna lykilhlutverki í vöruframboði Volvo, sérstaklega í Evrópu. Þær eru einnig mikilvægar í að lækka Co2 losun Volvo bifreiða í átt að 95 gramma markmiði fyrirtækisins. 

Volvo býður i dag upp á breiða línu svokallaðra VEA véla sem nýlega var lokið við að þróa. Sú lína verður breikkuð og efld á næstu misserum með tilkomu VEA þriggja strokka línunnar og vinna er í fullum gangi við þróun þriðju kynslóðar af núverandi fjögurra strokka VEA véla. Þær verða einnig fáanlegar í dísil útgáfum og koma á markað árið 2019.

Þá vinnur Volvo einnig hörðum höndum að því að halda áfram þróun sinni á rafvæddum bifreiðum með það fyrir augum að lækka kolefnisfótspor Volvo bifreiða enn frekar. Það er alkunn staðreynd og kristallast í markmiðum fyrirtækisins til framtíðar, að 1 milljón Volvo bifreiða verði á markaðnum fyrir árið 2025.

Þegar hins vegar horft er enn lengra fram í tímann vakna margar spurningar sem snúa að neytendahegðun, lögum og reglugerðum og innviðauppbyggingu verður meiri óvissa um næstu kynslóðir dísilvéla.  Miðað við stöðu dagsins í dag er því ólíklegt að ný kynslóð dísilvéla verði þróuð frá grunni.

Það er von Volvo að þetta undirstriki áherslur fyrirtækisins enn frekar og skerpi á því hversu mikilvægu hlutverki dísil- og bensínvélar gegna í daglegu sölustarfi Volvo og háleitum markmiðum þeirra í þá átt að lækka kolefnisfótspor samhliða vexti í rafbílavæðingu Volvo bifreiða á markaði.

 

 


Vefspjall