Ford Explorer tengiltvinn AWD lögreglubíll á Norðurland
Lögreglan á Norðurlandi fékk nýlega afhentan nýjan Ford Explorer tengiltvinn (PHEV) AWD (rafmagn/bensín) í ST-Line útfærslu í lögregluflotann og verður hann gerður út frá Akureyri. Ford Explorer AWD PHEV ST-Line er gríðarlega kraftmikill, einstaklega vel búinn bæði varðandi öryggisatriði og allan staðalbúnað. Það er sérlega skemmtilegt að sjá að nú mun þessi öflugi lögreglujeppi þjóna í krefjandi aðstæðum á Norðurlandi.
Ford Explorer PHEV AWD ST-Line er 457 hestafla þegar bæði bensín og rafmagnsmótorinn vinna saman, togið er sérlega mikið eða 825 Nm. Hann er með 10 gíra sjálfskiptingu og dráttargetu upp á 2500 kg.
Fjórhjóladrifið er stillanlegt fyrir mismunandi aðstæður, 7 mismunandi stillingar og að auki tregðulæsing. Af ríkulegum öryggis- og þægindabúnaði má nefna 360°myndavél, nudd í framsætum, árekstrarvari að framan sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, BLIS með Cross Traffic Alert, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, veglínuskynjari, skriðvörn fyrir aftanívagn og svo mætti lengi telja.
ST-Line útlitið er einstaktlega glæsilegt og gefur bílnum sérlega sportlegt útlit eins og sjá má á myndunum. Bíllinn er jafnframt með stífari og sportlegri fjörðun.
Eins og alþjóð veit hafa margar útgáfur bifreiða verið í þjónustu lögreglunnar í gegnum tíðina, en margar þeirra ekki hentað aðstæðum eða lögreglumönnum vel. Ljóst er að Ford Explorer mun uppfylla þarfir lögreglunnar á Norðurlandi en þess má geta að sérsveit ríkislögreglustjóra er með nokkra sérútbúna Explorer Interceptor í sinni þjónustu sem hafa komið vel út.
Skoðaðu úrval Explorer í vefsýningarsalnum
Traust og örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta
Rekstraraðilar vita að atvinnubílar eru lykiltæki í rekstrinum og þurfa að hafa nánast 100% uppitíma. Brimborg hefur þróað einstaka atvinnubílaþjónustu fyrir Ford atvinnubíla með stóru, sérhæfðu Ford atvinnubílaverkstæði, með sérstakri hraðþjónustu fyrir Ford atvinnubíla og þéttriðnu þjónustuneti um land allt. Vegna mikillar afkastagetu verkstæðis og öflugs varahlutalagers er alltaf hægt að fá tíma á verkstæði og auðvelt að bóka rafrænt á netinu, bóka í gegnum síma eða á spjallinu eða renna við og fá Hraðþjónustu.
Fyrirtækjalausnir Brimborgar - Öll bílakaup og bílaþjónusta á einum stað
Fyrirtækjalausnir Brimborgar bjóða hagkvæmar, sérsniðnar heildarlausnir í bílamálum. Í boði eru yfir 500 gerðir af nýjum fólksbílum, jeppum, pallbílum og atvinnubílum frá 5 heimsþekktum bílamerkjum til kaups eða leigu hjá Brimborg. Við eigum rétta bílinn fyrir fyrirtækið þitt. Bjóðum einnig úrval notaðra bíla, framúrskarandi viðhalds, dekkja- og hraðþjónustu og flotastýringu. Hagræddu. Einfaldaðu bílamál fyrirtækisins.
Ford atvinnubílar með 5 ára ábyrgð
Auk öflugrar varahluta- og viðgerðarþjónustu ásamt Hraðþjónustu býður Brimborg nú alla nýja Ford atvinnubíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð
Ford Explorer er öflugur fjórhjóladrifinn og vel búinn jeppi
Ford Explorer er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin. Nýr Ford Explorer fæst nú í tveimur búnaðarútfærslum sem eru Platinum og ST-Line. Þeir eru hybrid (rafmagn/bensín) og sérlega aflmiklir, 3ja lítra 457 hestafla bensín/rafmagn sem togar 825 Nm og með nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu. Staðalbúnaður er sérlega ríkulegur.