Fara í efni

Brimborg. Sjálfbærniuppgjör 2023 og upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB

Brimborg. Sjálfbærniuppgjör 2023 og upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB
Sjálfbærniuppgjör 2023 og upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB

Sjálfbærniuppgjör Brimborgar 2023

Brimborg hefur gefið út sjálfbærniuppgjör vegna rekstrarársins 2023 en þetta er þriðja árið í röð sem félagið birtir sjálfbærniuppgjör. Til að mæla árangur á sviði umhverfislegrar sjálfbærni, félagslegrar sjálfbærni og sjálfbærra stjórnarháttar hefur Brimborg birt frá og með árinu 2021 heildstætt sjálfbærniuppgjör skv. UFS-leiðbeiningum Nasdaq fyrir öll rekstrarsvið félagsins á öllum starfsstöðvum um allt land með ítarlegum upplýsingum um áhrif starfsemi sinnar á umhverfið (U), félagslega þætti (F) og stjórnarhætti (S) á vefsvæði félagsins, www.brimborg.is. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um UFS frammistöðu Brimborgar á tilteknu rekstrarári og er í samræmi við UFS-leiðbeiningar Nasdaq frá árinu 2019.

Sjálfbærniuppgjör 2023

Upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB

Samhliða birtir Brimborg sem hluta af ársreikningi og ófjárhagslegri upplýsingagjöf ársins 2023 upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB. Flokkunarreglugerð ESB tók gildi á Íslandi 1. júní 2023 með lögum nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Lögin voru afturvirk til 1. janúar 2023 og gilda því um allt fjárhagsárið 2023.

Tilgangur reglugerðarinnar er að skilgreina hvaða atvinnustarfsemi telst vera umhverfislega sjálfbær út frá tæknilegum matsviðmiðum sem koma fram í framseldri reglugerð ESB 2021/2139 og á að stuðla að gagnsæi í sjálfbærniupplýsingagjöf. Brimborg leggur áherslu á að uppfylla kröfur um upplýsingagjöf í samræmi við reglugerðina.

Uppgjör skv. flokkunarreglugerðinni fyrir rekstrarárið 2023 var unnið af starfsmönnum Brimborgar með ráðgjöf frá Deloitte.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf 2023 og upplýsingagjöf vegna flokkunarreglugerðar ESB

Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér nánar sjálfbærnistefnu Brimborgar og allar undirstefnur hennar ásamt því að kynna þér úrval rafknúinna ökutækja og rafknúinna vinnuvéla frá Brimborg.

Skoðaðu sjálfbærnistefnu Brimborgar

Skoðaðu nýja rafmagns fólks- og sendibíla hjá Brimborg

Skoðaðu notaða rafmagns fólks- og sendibíla hjá Brimborg

Skoðaðu nýja rafmagnsvörubíla hjá Brimborg

Skoðaðu nýjar rafmagns vinnuvélar hjá Brimborg


Vefspjall