Brimborg með þrjá bíla tilnefnda til Best large SUV
Þær frábæru fréttir voru að berast að þrír bílar af vörumerkjum Brimborgar eru komnir í 10 bíla úrslit fyrir val á "BEST LARGE SUV" hjá What Car?. Það er mikill heiður að fá þessar tilnefningar enda um virt verðlaun að ræða. Úrslit verða tilkynnt þann 14. janúar næstkomandi.
Bílarnir frá bílamerkjum Brimborgar sem um ræðir eru Peugeot 5008 SUV, sem vann þessi verðlaun bæði 2018 og 2019, Volvo XC60 og Mazda CX-5.
Volvo XC60 Plug-in Hybrid jeppi sem er hannaður í kringum þig. 390 hestöfl og rafmagnsdrægni 44 km sem dugar í allt daglegt amstur. Með þremur akstursstillingum sem þú getur valið um geturðu farið í gegnum daginn með núll útblástur í hreinni rafmagnsstillingu (Pure Electric Mode), brunað í gegnum hann í raforkuham (Power Mode) eða hámarkað skilvirkni og möguleika með tvinnstillingu (Hybrid Mode). Komdu í reynsluakstur!
>>Smelltu til að skoða úrval í vefsýningarsal Brimborgar
Peugeot 5008 SUV er sparneytinn, rúmgóður 7 sæta bíll með fimm ára ábyrgð. Eldneytiseyðsla í blönduðum akstri er aðeins 4,0 til 5,7 l/100 km. Aftursætin í miðjuröð eru þrjú stök sæti öll á sleða með þremur Isofix festingum. Komdu og keyrðu!
>>Smelltu til að skoða úrval í vefsýningarsal Brimborgar
Mazda CX-5 eykur á akstursánægjuna með meiri lipurð og sneggri svörun. SKYACTIV spartækni Mazda skilar lágri eldsneytiseyðslu og lítilli CO2 losun frá 137g/km. Nýtt G-Vectoring Control kerfið og endurbættur undirvagn CX-5 bætir meðhöndlun og stýringu bílsins. Komdu og prófaðu!
>>Smelltu til að skoða úrval í vefsýningarsal Brimborgar
Við erum á þremur stöðum! Mazda, Citroën og Peugeot á Bíldshöfða 8 í Reykjavík. Ford og Volvo á Bíldshöfða 6 í Reykjavík og með öll okkar bílamerki hjá Brimborg við Tryggvabraut 5 á Akureyri.
Komdu í Brimborg! Við eigum rétta bílinn fyrir þig!