Brimborg hlýtur viðurkenningu Moodup sem vinnustaður í fremstu röð
Brimborg hlýtur viðurkenningu Moodup sem vinnustaður í fremstu röð
Brimborg hefur hlotið viðurkenningu Moodup sem Vinnustaður í fremstu röð 2024, en Moodup sérhæfir sig í könnunum meðal starfsfólks og staðfestir að á vinnustaðnum ríki mikil starfsánægja og framúrskarandi vinnustaðamenning.
Brimborg uppfyllti öll skilyrði Moodup:
- Starfsánægjumæling að minnsta kosti einu sinni á ársfjórðungi
- Virk svörun við endurgjöf starfsfólks
- Árangur umfram viðmið í samanburði við aðra íslenska vinnustaði
Viðurkenningin staðfestir að stjórnendur hlusta á starfsfólk, taka mark á ábendingum og vinna að stöðugum umbótum. Í tilefni dagsins var öllu starfsfólki boðið upp á köku með kaffinu á öllum átta starfsstöðvum Brimborgar.
„Við erum afar stolt af þessum árangri,” segir Margrét Rut Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, „sem sýnir metnað og samvinnu starfsfólks við að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi.”
Um Brimborg
Brimborg selur nýja bíla frá sjö bílaframleiðendum, notaða bíla af öllum tegundum og bæði nýja og notaða stóra atvinnubíla og vinnuvélar. Fyrirtækið býður einnig upp á fjölbreytta bíla- og tækjaþjónustu, bílaleigu, dekk og dekkjaþjónustu, hleðslustöðvar og hraðhleðsluþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki:
- Velti – Volvo atvinnutækjasvið sem selur og þjónustar vörubíla, rútur, vinnuvélar og bátavélar
- MAX1 Bílavaktina fyrir dekkja- og hraðþjónustu
- Vélaland Bílaverkstæði fyrir alhliða bílaviðgerðir
- Bílaleigu Brimborgar með skammtíma- og langtímaleigu auk sendibílaleigu
- Íslenska bílorku, sem býður hleðslubúnað og hraðhleðsluþjónustu fyrir rafbíla
Brimborg óskar starfsfólki til hamingju og hlakkar til að gera góðan vinnustað enn betri.