Brimborg hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi

Fyrirmyndafyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins
Brimborg er eitt af þremur fyrirtækjum sem hlutu viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki Nemastofu atvinnulífsins 2025. Viðurkenningin er veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem skara fram úr í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og stuðla þannig að öflugri starfsmenntun á Íslandi.
Forseti Íslands, frú Halla Tómasdóttir, afhenti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn laugardaginn 8. febrúar 2025, ásamt Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra.
Metnaður og ábyrgð í starfsnámi hjá Brimborg
Brimborg er stærsti rekstraraðili bílaverkstæða á Íslandi. Undir rekstur fyrirtækisins falla meðal annars:
- Umboðsverkstæði Brimborgar
- Veltir atvinnubíla- og atvinnutækjaverkstæði
- Vélaland Bílaverkstæði
- MAX1 Bílavaktin
- Verkstæðisrekstur bílaleigu Brimborgar
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að taka vel á móti nemum og veita þeim faglega þjálfun. Stjórnendur verkstæða Brimborgar hafa brennandi áhuga á góðri starfsmenntun og þar ríkir sterk menning fyrir starfsnámi. Þessi menning á rætur sínar að rekja til stofnandans, Jóhanns J. Jóhannssonar, bifvélavirkjameistara. Hann stofnaði Brimborg fyrir 60 árum sem lítið bílaverkstæði og lagði strax áherslu á mikilvægi þjálfunar í síbreytilegri bílgrein.
Markviss þjálfun og stuðningur fyrir nema
Brimborg uppfyllir öll skilyrði Nemastofu til fyrirmyndarfyrirtækis með því að:
✅ Taka reglulega við nemum í starfsnám
✅ Tryggja fyrsta flokks aðstöðu
✅ Hafa skipulagða móttöku nýliða og nemaþjálfun
✅ Starfa samkvæmt stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað
✅ Veita markvissan stuðning frá leiðbeinendum og fylgjast með framvindu nema
✅ Sinna reglulegri eftirfylgni með ferilbók nema
✅ Bjóða upp á öflugan undirbúning fyrir sveinspróf
Í dag eru 16 nemar í starfsnámi, sem samsvarar um 13-15% tæknimanna á verkstæðum Brimborgar. Þeir fá dýrmæta starfsreynslu undir leiðsögn reyndra fagmanna við fjölbreytt verkefni á einhverjum af átta verkstæðum félagsins.
Brimborg leggur einnig áherslu á áframhaldandi þróun starfsnámsins og hefur nýverið innleitt forkynningu í samvinnu við skóla, m.a. í tengslum við námslotuna Verkstæðisfræði í Borgarholtsskóla. Forkynningin spannar þrjá hálfa daga og undirbýr nema fyrir vinnustaðanám með áherslu á öryggismál, vinnulag og umgengni á verkstæðum.
Fagmennska og stuðningur skila árangri
Brimborg tryggir gæði starfsnámsins með því að:
✅ Skilgreina skýrt hlutverk meistara og tilsjónarmanna
✅ Veita nemum þann stuðning sem þeir þurfa
✅ Hafa skipulega eftirfylgni með ferilbókum þeirra
✅ Byggja upp góð samskipti og traust milli nema og leiðbeinenda
Allir nemar, óháð hvaða skóla þeir koma úr, fá ítarlega starfskynningu sem hjálpar þeim að velja sér vinnustaðanám. Að lokinni kynningu hefst formlegt ráðningarferli og nýráðnir nemar fá nýliðakynningu til að tryggja farsæla aðlögun að starfinu.
Félagið leggur einnig áherslu á umbætur í menntamálum bílgreinarinnar og miðlar ábendingum til skóla, Starfsgreinaráðs, Bílgreinasambandsins og Iðunnar fræðsluseturs.
Spennandi framtíðarmöguleikar hjá Brimborg
Margir af hæfustu bifvélavirkjum og vélvirkjum Brimborgar hófu feril sinn sem nemar hjá fyrirtækinu, luku sveinsprófi og síðar meistaraprófi.
Brimborg býður upp á fjölbreytta möguleika til starfsþróunar og vaxtar innan fyrirtækisins. Starfsfólk getur þróað sig áfram í hlutverkum eins og:
✅ Tæknifulltrúar
✅ Ábyrgðarfulltrúar
✅ Þjónustufulltrúar
✅ Verk- og tæknistjórar
✅ Þjónustustjórar
Viðurkenningin sem drifkraftur til áframhaldandi þróunar
"Við erum virkilega stolt af þessari viðurkenningu og sjáum hana sem hvatningu til að halda áfram að bæta vinnustaðanám hjá Brimborg," segir Margrét Rut Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.
"Við hvetjum alla sem hafa áhuga á starfsnámi að sækja um í gegnum vefinn okkar."