Fara í efni

Brimborg fagnar Íslandsmeistara í bifvélavirkjun

Brimborg fagnar Íslandsmeistara í bifvélavirkjun
Bruno Erik Schrimacher Jónsson Íslandsmeistari í Bifvélavirkjun 2025

MÍN FRAMTÍÐ 2025 – Íslandsmót í iðn- og verkgreinum fór fram í Laugardalshöll dagana 13.–15. mars 2025. Þar kepptu ungir iðnaðarmenn í fjölmörgum greinum, þar á meðal í bifvélavirkjun. Brimborg átti tvo keppendur í þeirri grein – Bruno Erik Schrimacher Jónsson og Ríkharð Kristmannss.

Hjá Brimborg sérhæfir Bruno Erik sig í viðgerðum á Volvo og Polestar, en Ríkharð á Ford. Þeir lýstu yfir mikilli ánægju með þátttökuna og sögðu keppnina hafa verið bæði skemmtilega og lærdómsríka.

 


Bruno Erik Schrimacher Jónsson og Ríkharð Kristmannss

Keppnin í bifvélavirkjun fór fram fimmtudaginn 13. mars, og úrslitin voru kynnt laugardaginn 15. mars. Þar stóð Bruno Erik uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari í bifvélavirkjun 2025 – glæsilegur árangur sem Brimborg fagnar með stolti.


Bruno Erik Schrimacher Jónsson Íslandsmeistari í Bifvélavirkjun 2025

Brimborg leggur ríka áherslu á þjálfun og menntun starfsfólks síns og var nýverið útnefnt eitt af þremur fyrirmyndarfyrirtækjum Nemastofu atvinnulífsins fyrir framúrskarandi þjálfun og kennslu nema. Að auki hlaut Brimborg viðurkenninguna „Vinnustaður í fremstu röð 2024“ frá Moodup, sem byggir á reglulegum starfsánægjumælingum.

Við hjá Brimborg erum afar stolt af þessum tveimur öflugu fulltrúum okkar í keppninni og óskum Bruno innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Jafnframt þökkum við báðum keppendunum fyrir frábæra frammistöðu og erum sannfærð um að reynslan muni nýtast þeim vel í framtíðinni.