Fara í efni

Bílorka tryggir rafstraum fyrir rafmagnaðar almenningssamgöngur í Reykjanesbæ!

Bílorka tryggir rafstraum fyrir rafmagnaðar almenningssamgöngur í Reykjanesbæ!
Bílorka tryggir rafstraum fyrir rafmagnaðar almenningssamgöngur í Reykjanesbæ!

Reykjanesbær stígur stórt skref í átt að grænni framtíð með innleiðingu rafmagnsstrætisvagna í samstarfi við BUS4U, sem rekur fjölbreyttan flota hópferðabíla og almenningsvagna. Bílorka tryggir rafmagn fyrir nýju vagnanna með rafmagnssölusamningi fyrir hraðhleðslustöð sína í Reykjanesbæ, sem veitir stöðugan og skilvirkan orkustraum.

Fjórir nýir rafmagnsstrætisvagnar munu nú þjóna Reykjanesbæ, Ásbrú og Keflavíkurflugvelli, og stuðla að umhverfisvænni og sjálfbærari almenningssamgöngum.

Öflug hraðhleðslustöð Bílorku tryggir sjálfbærar almenningssamgöngur 

Fyrsta prufuhleðsla rafmagnsvagnanna fór fram 6. mars með frábærum árangri. Hleðslustöð Bílorku skilaði einum rafmagnsvagni samtals 268 kW, á sama tíma og fjórir rafsendibílar hlóðu í stöðinni án þess að það drægi úr afköstum.

Strætisvagnarnir eru búnir tveimur tengiportum og voru bæði portin notuð til að hlaða samtímis. Hleðslan fór mjög fljótt í hámarkshleðsluafköst sem bíllinn getur tekið og hélst stöðin í hámarkshleðslu upp í 98% hleðslu á rafhlöðunni.

Hraðhleðslustöðin – ein öflugasta lausnin á svæðinu

Hraðhleðslustöðin í Reykjanesbæ opnaði í nóvember 2023 og er ein sú öflugasta sinnar tegundar með 600 kW heildarafkastagetu. Hún var sérstaklega hönnuð til að þjónusta stór ökutæki en er jafnframt aðgengileg öllum rafbílaeigendum.

8 hleðslutengi:

  • 6 tengi skila 240 kW hvert
  • 2 tengi skila allt að 400 kW hvert

Hleðslustöðin getur hlaðið 400 volta rafbíla og 800 volta rafbíla og ofangreindar tölur miðast við 800 volt.

Með þessum eiginleikum getur stöðin samtímis þjónustað bæði stór og minni rafknúin farartæki á skilvirkan hátt.

 

Mikilvægur áfangi í rafvæðingu almenningssamgangna

Með þessu stóra skrefi tekur Reykjanesbær og BUS4U afgerandi stöðu í rafvæðingu almenningssamgangna og leggur sitt af mörkum til betri loftgæða og minni losunar CO₂. Rafmagnsstrætisvagnar eru lykilatriði í umhverfisvænni samgöngulausnum framtíðarinnar og hraðhleðslustöð Bílorku gerir þá mögulega.

Þetta er aðeins byrjunin – saman knýjum við framtíðina með hreinni orku! 

Bílorka er í eigu Brimborgar.

Vefur Bílorku