Fara í efni

Brimborg ryður brautina í styttingu vinnutíma

Brimborg ryður brautina í styttingu vinnutíma
Brimborg ryður brautina í styttingu vinnutíma

Brimborg hefur lengi verið leiðandi í styttingu vinnutíma í bílgreininni. Nú stígur félagið enn eitt stórt skref með því að stytta opnunartíma söludeilda og loka þeim á laugardögum.

Með þessu vill Brimborg leggja áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs, styðja starfsfólk sitt og fjölskyldur þeirra, sýna gott fordæmi og halda áfram á vegferð sinni að enn frekari styttingu vinnutíma.

Opnunartími Brimborgar

Ákvörðun byggð á traustum gögnum

Brimborg hefur síðustu átta ár unnið sérstaklega að því að bæta þjónustu sína með því að greina hvernig viðskiptavinir nýta sér þjónustu félagsins á vefnum og afla sér upplýsinga um nýja og notaða bíla fyrir kaup. Reynslan frá árunum 2023 og 2024, þegar söludeildir voru lokaðar á laugardögum í fimm mánuði, leiddi í ljós að þetta er rétt leið til að mæta þörfum beggja, bæði starfsfólks og viðskiptavina.

Ný tækni eykur aðgengi

Með styttri opnunartíma og skilvirkari upplýsingaveitum fá viðskiptavinir enn hraðari og skilvirkari þjónustu. Samhliða þessum breytingum hefur aðgengi að upplýsingum um nýja og notaða bíla verið stórbætt á vefsvæðum Brimborgar og einstakra bílamerkja. Til að styðja enn frekar við þessa stefnu mun Brimborg innleiða snjallmenni byggt á gervigreind í byrjun árs 2025, sem svarar fyrirspurnum allan sólarhringinn, alla daga vikunnar (24/7).

Vefsýningarsalur nýrra bíla

Vefsýningrasalur notaðra bíla

Áralöng vegferð

Þessar breytingar eru liður í áratuga vegferð Brimborgar í átt að styttri vinnutíma. Meðal áður innleiddra breytinga má nefna:

  • Vinnutími skrifstofufólks styttur í 08:00–16:00 árið 1999
  • Opnunartími framlínustarfsstöðva færður úr 18:00 í 17:00 árið 2010
  • Opnunartími söludeilda á föstudögum styttur til kl. 16:15
  • Söludeildir lokaðar á laugardögum í fimm mánuði árin 2023 og 2024
  • Frekari styttingar innleiddar í vöruhúsum, verkstæðum og skrifstofu

Brimborg er sannfært um að stefna félagsins efli liðsheild og bæti árangur til lengri tíma. Félagið óskar starfsfólki sínu innilega til hamingju með breyttan vinnutíma og trúir því að þetta sé aðeins eitt af mörgum skrefum sem munu færa bæði Brimborg og viðskiptavinum þess aukinn ávinning í framtíðinni.