Fara í efni

Stafræn vegferð Brimborgar

Stafræn vegferð Brimborgar
Skemmtileg stafræn vegferð
Brimborg hefur undanfarin ár verið í mikilli stafrænni vegferð með Microsoft og Annata sem hefur vakið athygli víða um heim.

Við í Brimborg höfum verið á mikilli stafrænni vegferð og einstaklega skemmtilegri síðustu 10 ár í samstarfi með Microsoft og Annata þar sem MS Dynamics 365 og Annata 365 eru miðpunkturinn.

Stafræn vegferð

Undanfarin tvö ár hafa verið sannkallaður hápunktur í þessari vegferð þar sem áhersla hefur verið á sjálfvirknivæðingu og rafvæðingu ýmissa mikilvægra ferla og má þar nefna samskipti við viðskiptavini (CRM) og bókana, útleigu- og skilaferli í bílaleigunni svo fátt eitt sé nefnt. Í WOW air- og kjarasamningaumrótinu undanfarna mánuði og vikur hefur virkilega reynt á þessar breytingar sem hafa hjálpað okkur til hagræðingar en á sama tíma til að bæta þjónustu. Í því samhengi er gaman að nefna að stærsta bílaleigubókunarsíða heims, Rentalcars.com, valdi bílaleigu Brimborgar, Thrifty á Keflavíkurflugvelli, The Customer Favourite 2018, byggt á umsögnum þúsunda erlendra Íslandsgesta.

Vakti athygli tæknirisa

Þetta hefur vakið athygli tæknirisans Microsoft og höfum við fengið vel yfir 70 heimsóknir frá erlendum stórfyrirtækjum ásamt fulltrúum Microsoft til að skoða innleiðingu Brimborgar á 365 lausnum frá Microsoft og Annata. Öll eru þessi fyrirtæki mun stærri en Brimborg oft með þúsundir starfsmanna og eitt þeirra var til að mynda á topp 50 á Forbes listanum. Þau koma víða frá t.d. Evrópu, USA, Japan, Afríku og Ástralíu. En ástæðan fyrir þessum heimsóknum er hvernig við í Brimborg nýtum kerfið til að halda utan um allan reksturinn í einu kerfi með mörg vörumerki (Multi-brand) og alla þjónustuþætti (nýir bílar, notaðir bílar, atvinnutæki, varahlutir, verkstæði, hjólbarðar) sem tengjast bílgreininni ásamt bílaleigu (Car rental).

Stórfyrirtæki víða um heim í heimsókn

Nýjasta heimsóknin var fyrir nokkrum vikum þar sem Microsoft sendi til Íslands tökulið til að taka upp meðfylgjandi kynningarmyndband. Í framhaldi hefur boðað komu sína enn eitt risafyrirtækið í bíla- og bílaleigubransanum frá Evrópulandi til að skoða hvernig Brimborg notar þetta kerfii til að halda utan um allan rekstur félagsins. Þetta er fjórða heimsóknin á þessu ári.

Smelltu og sjáðu myndbandið


Vefspjall