Fara í efni

Stjórnháttayfirlýsing Brimborgar

Stjórnarháttayfirlýsing er gerð með það markmiði að styrkja innviði Brimborgar og auka gagnsæi. Hún felur m.a. í sér aukna ábyrgð fyrirtækisins gagnvart hluthöfum, viðskiptavinum, starfsmönnum, birgjum og samfélaginu í heild. Stjórnarháttayfirlýsing Brimborgar er vistuð í gæðakerfi fyrirtækisins (HRM-L-27) og einnig á heimasíðu þess undir stjórn og aðalskipurit, ásamt starfsreglum stjórnar (HRM-L-25) og starfskjarastefnu (HRM-L-26).    

  1. Tilvísanir í þær reglur um stjórnarhætti sem félagið fylgir eða ber að fylgja samkvæmt lögum og hvar slíkar reglur eru aðgengilegar almenningi.

Félaginu ber ekki lagalega skylda til að fylgja reglum um stjórnarhætti en hefur samt sem áður til hliðsjónar leiðbeinandi reglur um Stjórnarhætti fyrirtækja sem urðu til úr samstarfi Viðskiptaráðs Íslands, Kauphallar Íslands og Samtaka atvinnulífsins.  Góðir stjórnarhættir eru nú aðgengilegir í 6. útgáfu frá 2.2.2021 á heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands. http//www.vi.is.

  1. Hvort Brimborg víki frá hluta reglna skv. lið 1. eða beiti engum ákvæðum þeirra.  Greina skal frá ástæðum frávika og þeim úrræðum sem gripið var til í stað þeirra.

Félagið hefur ofangreindar reglur til hliðsjónar og því ekki nauðsynlegt að telja upp þau ákvæði sem það beitir ekki.

  1. Lýsing á helstu þáttum innra eftirlits og áhættustýringu Brimborgar í tengslum við samninga reikningskila.

Brimborg ehf var fyrst bílaumboða til að fá alþjóðlega gæðavottun ISO 9001 fyrir gæðastjórnunarkerfi sitt.  Vottunin nær yfir  starfssemi Brimborgar í Reykjavík og á Akureyri.  Nokkrar nýlegar starfsstöðvar eru í vottunarferli.  Innri endurskoðendur framkvæma reglulega innri úttektir á gæðastjórnunarkerfinu sem og að einnig eru framkvæmdar ytri úttektir á gæðastjórnunarkerfinu af starfsmönnum Vottunar hf.  Endurskoðendafyrirtækið Deloitte sér um  endurskoðun á fyrirtækinu árlega.

  1. Gildi félagsins, siðareglur og stefna um samfélagslega ábyrgð.

Gildi félagsins, siðareglur og stefna um samfélagslega ábyrgð er að finna í gæðastefnu félagsins sem vistuð er í gæðahandbók og á vef félagsins.

  1. Lýsing á samsetningu og starfsemi stjórnar, framkvæmdastjórnar og undirnefnda stjórna.

Í stjórn Brimborgar sitja fimm í aðalstjórn, stjórnarformaður og fjórir meðstjórnendur.  Stjórnarfundir skulu alla jafna vera þriðja fimmtudag í hverjum mánuði nema hann beri uppá frídag en þá er leitast við að halda hann við fyrsta tækifæri. Stjórnin ræður forstjóra, ákveður starfskjör hans og veitir prókúruumboð.  Stjórnin starfar skv. starfsreglum stjórnar Brimborgar þar sem kveðið er ítarlega á um störf hennar.

  1. Fyrirkomulag skipunar nefndarmanna undirnefnda.
  2. Stjórn stofnar til undirnefnda og skipar stórnarmenn og aðra starfsmenn þeirra eins og við á hverju sinni en eins og stendur eru ekki skilgreindar undirnefndir starfandi.
  3. Upplýsingar um fjölda stjórnarfunda og funda undirnefnda og mætingu.

Stjórnarfundir skulu vera haldnir einu sinni í mánuði.  Stjórnarformaður getur ákveðið breytingar á dagsetningum sökum forfalla, orlofs eða annarra ástæðna.  Stjórnarmenn geta hvenær sem er óskað eftir því að stjórnarfundur verði haldinn.  Heimilt er að stjórnarmenn taki þátt í stjórnarstörfum símleiðis.  Einn fundur fellur niður á ári vegna orlofs. Fundir undirnefnda á ekki við sbr. grein 6.

  1. Hvar megi nálgast starfsreglur stjórnar og undirnefnda.

Starfsreglur stjórnar (HRM-L-25), starfskjarastefna (HRM-L-26) og stjórnarháttayfirlýsing Brimborgar (HRM-L-27) eru vistaðar í gæðakerfi fyrirtækisins og einnig á heimasíðu þess undir stjórn og aðalskipurit.

  1. Upplýsingar um stjórnarmenn.

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Jóhann J. Jóhannsson, 02. júní 1938, Malarási 1, 110 Reykjavík

Menntun, aðalstarf og starfsferill

Bifvélavirkjameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík, 1965

Stofnandi Brimborgar og forstjóri frá 1964 - 1999

Framkvæmdastjóri fasteignasviðs og stjórnarformaður frá 1999 til dagsins í dag.

Hvenær stjórnarmaður settist að í stjórn fyrirtækisins

Hefur setið í stjórn Brimborgar frá stofnun fyrirtækisins

Önnur trúnaðarstörf, t.a.m. stjórnarseta í öðrum félögum

Engin

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum

Jóhann á 33,13% hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Þorsteinn Arnórsson, 27. nóvember 1981, Hlýðarbyggð 8, 210 Garðabær.

Menntun, aðalstarf, starfsferill

Rafvirki, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 2004

B.s. viðskiptafræði - fjármál, Háskólinn í Reykjavík 2007

Rafvirki, 1998-2001

Þjálfari og rekstrarstjóri, Mecca Spa 2002-2004

Fyrirtækjaráðgjafi hjá KB banka, Kaupþing banka 2005-2007

Fjármálastjóri KFUM og KFUK á Íslandi 2007-2015

Fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS barnaþorpanna 2016-2019

Fjármálastjóri hjá Guðmundi Arasyni ehf (GA smíðajárn) 2020 til dagsins í dag

Hvenær stjórnamaður settist að í stjórn fyrirtækisins

Þorsteinn settist í stjórn Brimborgar 1. júní 2011

Önnur trúnaðarstörf, t.a.m. stjórnarseta í öðrum félögum.

Engin

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Þorsteinn á ekki hlut í Brimborg ehf en faðir hans, Arnór Jósefsson, á 15,99% hlut í félaginu

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Margrét Egilsdóttir, 9. júlí 1942, Malarási 1, 110 Reykjavík

Menntun, aðalstarf, starfsferill

Gagnfræðapróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, 1959.

Aðstoðarmaður forstjóra Brimborgar frá 1964 - 1999

Aðstoðarmaður stjórnarformanns frá 1999 til dagsins í dag

Hvenær stjórnamaður settist að í stjórn fyrirtækisins

Margrét var varamaður í stjórn frá 1999 - 2010

Settist að í aðalstjórn frá 2011

Önnur trúnaðarstörf, t.a.m. stjórnarseta í öðrum félögum.

Engin

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Margrét á 13,15%hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Egill Jóhannsson, 5. júní 1963, Malarási 8, 110 Reykjavík

Menntun, aðalstarf, starfsferill

MBA frá Háskóla Íslands 2017

Viðskiptafræðingur Cand. Oecon, 1991, HÍ

Stúdent frá Menntaskólanum við Sund, 1983

Forstjóri Brimborgar frá 1. maí 1999 til dagsins í dag.

Markaðsstjóri Brimborgar frá 1991 - 1999

Forstöðumaður upplýsingatæknideildar Brimborgar frá 1983 - 1991

Hvenær stjórnamaður settist að í stjórn fyrirtækisins

Egill settist að í aðalstjórn Brimborgar 1999.

Önnur trúnaðarstörf, t.a.m. stjórnarseta í öðrum félögum.

Kollaleira ehf, eigandi og stjórnarformaður

Markalækur, stjórnarformaður

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Egill á 26,81%hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Margrét Rut Jóhannsdóttir, 21. september 1965, Vesturási 51, 110 Reykjavík

Menntun, aðalstarf, starfsferill

Markþjálfun frá HR 2014

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna HR - 2013

Starfsmannastjórnun frá Endurmenntun HÍ - 2005

Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1985

Framkvæmdastjóri mannauðssviðs frá 2017 og til dagsins í dag

Framkvæmdastjóri markaðs-, mannauðs- og gæðasviðs hjá Brimborg frá Janúar 2013 til dagsins í dag

Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Brimborg 2010 og til desember 2012

Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Brimborg frá 2006 - 2010

Launa- og starfsmannafulltrúi 1985-2005

Gjaldkeri nýrra og notaðra bíla 1997 - 1998 (ásamt launa og starfsm.fulltrúa)

Hvenær stjórnamaður settist að í stjórn fyrirtækisins

Margrét var varamaður í stjórn Brimborgar frá 1999-2010

Settist að í aðalstjórn Brimborgar 2011

Önnur trúnaðarstörf, t.a.m. stjórnarseta í öðrum félögum.

Casita 2017, eigandi að 25% hlut

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Margrét á 8,21% hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

Aðrir hluthafar sem ekki eru í stjórn eru:

 

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Brimborg ehf

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum

0,86% (eigin hlutir)

 

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Aníta Ósk Jóhannsdóttir, 16. maí 1980, Lambaseli 10, 109 Reykjavík

Menntun, aðalstarf, starfsferill

Markaðstjóri fyrir Brimborg, MAX1, Vélaland og Veltir frá 2017 til dagsins í dag.

Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík,  maí 2013 / D-vottun (alþjóðavottun)

BS próf í ferðamálafræðum og ensku 2006, HÍ

Markaðs, hönnunar- og gæðafulltrúi  hjá Brimborg frá Janúar 2013 - 2017

Starfsmanna- og launafulltrúi hjá Brimborg ehf frá 2007 til desember 2012

Icelandair (flugfreyja) með námi 2005-2006

Húsasmiðjan með námi 2001-2004

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Aníta á 1,85% hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

___________________________________________________________________________

Nafn, fæðingardagur og heimilisfang

Arnór Jósefsson, 5. nóvember 1944, Bakkastaðir 29, 112 Reykjavík

Menntun, aðalstarf, starfsferill

Gagnfræðapróf

Innra eftirlit birgða frá 2005 - dagsins í dag

Verslunarstjóri í varahlutaverslun frá 1971-2005

Eignarhlutir í félaginu sem og í öðrum tengdum félögum.

Arnór á 15,99% hlut í Brimborg ehf

Önnur hagsmunatengsl við félagið svo sem kaupréttarsamningur eða aðilar að umbunarkerfi

Nei, en mögulegt í samræmi við starfskjarastefnu

Hagsmunatengsl við helstu viðskipta- og samkeppnisaðila félagsins

Engin

 

  1. Upplýsingar um hvaða stjórnarmenn eru óháðir félaginu og stórum hluthöfum.

Enginn stjórnarmaður í Brimborg er óháður því allir eiga þeir hlut í félaginu, utan einn, sem er tengdur stórum hluthafa.  Fyrirtækið er í meirihlutaeigu Jóhanns J. Jóhannssonar og fjölskyldu hans og eru allir stjórnarmenn, utan einn, einnig starfsmenn fyrirtækisins.

  1. Helstu þætti í árangursmati stjórnar.

Árleg markmið sbr. fjárhagsáætlun.

  1. Upplýsingar um forstjóra Brimborgar og lýsing á helstu skyldum hans.

Egill Jóhannsson er forstjóri fyrirtækisins.  Egill er fæddur í Reykjavík 5. Júní 1963 og sonur stofnenda fyrirtækisins, Jóhanns J. Jóhannssonar og Margrétar Egilsdóttur.  Egill  á 26,81% hlut í Brimborg.  Egill útskrifaðist 2017 með MBA frá Háskóla Íslands og sem viðskiptafræðingur frá sama skóla 1991.  Egill hófstörf sem gutti hjá Brimborg með skóla eða 14 ára gamall.  Fyrsta starfið var þrif á bifreiðum og má segja að Egill hafi nánast snert á öllum störfum fyrirtækisins frá unga aldri.  Í dag situr Egill í aðalstjórn Brimborgar og hefur gegnt starfi forstjóra frá 1999 til dagsins í dag.  Þar á undan var hann markaðsstjóri Brimborgar eða frá 1991-1999 og þar á undan gegndi hann starfi sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar Brimborgar eða frá 1983 - 1991.

Helstu skyldur forstjóra eru þær að hann annast daglegan rekstur félagsins og í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn gefur.  Frekari lýsingu á skyldum forstjóra má sjá undir starfsreglur stjórnar HRM-L-25 í gæðakerfi fyrirtækisins eða á heimasíðu fyrirtækisins undir stjórn - og aðalskipurit.

  1. Upplýsingar um brot á lögum og reglum sem viðeigandi eftirlits- og eða úrskurðaraðili hefur ákvarðað.

Engar kvartanir eða athugasemdir hafa borist Brimborg frá viðskiptavinum eða öðrum vegna ávirðinga um brot fyrirtækisins eða starfsmanna hans á lögum eða reglum sem um starfssemi fyrirtækisins gilda, Þess má geta að félagið hefur það fyrir reglu að benda viðskiptavinum sem kvarta yfir þjónustu félagsins á rétt sinn til að bera úrlausn félagsins undir Neytendastofu, Félag Íslenskra bifreiðaeigenda, Neytendasamtökin eða aðra þá aðila sem viðskiptavinur telur að geti gætt hagsmuna hans.

  1. Fyrirkomulag samskipta hluthafa og stjórnar.

Fyrirkomulag samskipta þessara tveggja hópa er nokkuð einfalt hjá Brimborg enda eru fjórir af fimm stjórnarmönnum Brimborgar hluthafar í fyrirtækinu og einnig starfsmenn þess. 

Brimborg birtir fréttir af starfsemi sinni á heimasíðu fyrirtækisins www.brimborg.is

Tilv. : HRM-L-27 | Dags: 21.3.2018 | Útgáfa. : 7

Vefspjall